Innlent

Jóhanna stýrir fundi í fjarveru Ingibjargar

Myndin er tekin við upphaf fundarins.
Myndin er tekin við upphaf fundarins. MYNd/Sigurjón

Fundur um stjórnarmyndun Samfylkingar og Vinstri grænna er í þann mund að hefjast í Alþingishúsinu.

Steingrímur J. Sigfússon, Ögmundur Jónasson og Katrín Jakobsdóttir eru mætt til fundarins af hálfu Vinstri grænna. Þá eru Jóhanna Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Lúðvík Bergvinsson mætt af hálfu Samfylkingarinnar. Búist er við því að stjórnarmyndun verði lokið fyrir helgi og jafnvel í dag eða á morgun.

Forystumenn væntanlegra stjórnarflokka funduðu í fjórar klukkustundir í gær og vakti það töluverða athygli að Jóhanna Sigurðardóttir, verðandi forsætisráðherra var ekki viðstödd þá fundi. Eftir það tók við starf málefnahópa.

Jóhanna mun stýra fundum í dag þangað til að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir kemur til fundar.






















Fleiri fréttir

Sjá meira


×