Fleiri fréttir

Tólf stútar teknir um helgina

Tólf ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Tveir voru stöðvaðir á föstudagskvöld, sjö á laugardag og þrír á sunnudag.

Verður líklegast fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann

Fari svo að Jóhanna Sigurðardóttir verði forsætisráðherra í nýrri ríkisstjórn verður hún líklegast fyrsti samkynhneigði forsætisráðherrann í heiminum. Maki Jóhönnu er Jónína Leósdóttir blaðamaður samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis.

615 dagar

Ríkisstjórnarsamstarf Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks lifði í 615 daga. Þrátt fyrir valdabrölt og pólitískt argaþras kvöddust formennirnir með kossi í gær.

Enn ekki nóg af loðnu

Ekki finnst enn nægileg loðna á hefðbundnum loðnuslóðum, til þess að Hafrannsóknastofnun geti gefið út kvóta svo hægt verði að hefja veiðar. Í góðu árferði hefst loðnuvertíðin af fullum krafti strax upp úr áramótum.

Tveir hnakkaþjófar handteknir

Lögreglan hefur lagt hald á yfir þrjátíu hnakka sem stolið var í fjölda innbrota í hesthús á höfuðborgarsvæðinu fyrr í mánuðinum. Í gær voru tvær konur handteknar í þágu rannsóknarinnar og hafa þær báðar játað sök. Tveir aðilar til viðbótar tengjast þessum innbrotum sem eru að mestu upplýst.

Frumvarp um kyrrsetningu eigna auðmanna

Vinstri grænir hafa lagt fram frumvarp um kyrrsetningu eigna auðmanna þar sem grunur leikur á að ólöglega hafi verið staðið að viðskiptum. Um er að ræða forvörn segir Álfheiður Ingadóttir, til þess ætluð að koma í veg fyrir að eignum sé skotið undan.

Samfélagið hefur liðið fyrir pólitísk átök

Forseti Íslands segir að íslenskt samfélag hafa liðið fyrir átök og atburði á undanförnum dögum sem sé ný reynsla fyrir þjóðina og geti stefnt þeirri samfélagslegu sáttargjörð og friðsemd sem hafi verið stolt Íslendinga í alþjóðasamfélaginu í verulega hættu. Enginn viti hvert það samfélag stefni ef þróun sem þessi haldi áfram.

Stuðningur Framsóknar ekki skilyrðislaus

Stuðningur Framsóknarflokksins við minnihlutastjórn Samfylkingar og VG er ekki hugsaður þannig að menn hafi frítt spil næstu mánuðina, sagði formaður flokksins eftir fund með forseta Íslands í gærkvöld. Formaður Frjálslynda flokksins segir það aumingjadóm ef þingmenn geti ekki tekist á við þau verkefni sem liggja fyrir.

Ráðherrum fækkar

Líklegt er að ráðherraembætti muni skiptast jafnt á milli Samfylkingar og Vinstri grænna í nýrri ríkisstjórn og að ráðherrum verði fækkað úr tólf í átta.

„Við höfum tekið við keflinu“

„Við höfum tekið við keflinu frá forseta Íslands og setjumst yfir það verkefni að útbúa öfluga ríkisstjórn," sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar þegar Ólafur Ragnar Grímsson hafði falið þeim að hefja viðræður um myndun minnihlutastjórnar með stuðningi Framsóknarflokksins og mögulegri aðkomu Frjálslynda flokksins. Ingibjörg sagðist vonast til að slík ríkisstjórn yrði starfhæf fyrir helgi. „Þetta er verkefni sem við munum nú setjast yfir," sagði Ingibjörg.

Ákveðið að Samfylking og VG myndi ríkisstjórn

Forseti Íslands tilkynnti laust fyrir hádegi að hann hafi ákveðið að fela formönnum Vinstri grænna og Samfylkingar að hefja viðræður að myndun nýrrar ríkisstjórnar sem yrði varin vantrausti af Framsóknarflokknum og eftir atvikum Frjálslynda flokknum.

Forseti boðar Ingibjörgu og Steingrím á Bessastaði

Forseti Íslands hefur boðað formann Samfylkingarinnar Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og formann Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs Steingrím J. Sigfússon til fundar á Bessastöðum í dag klukkan ellefu.

Vörukarfa ASÍ hækkaði um 5-13%

Vörukarfa ASÍ hækkaði um 5-13% frá því í lok október og fram í miðjan janúar í öllum verslunarkeðjum að Nóatúni og Samkaupum-Úrval undanskildu, en þar hækkaði karfan um 1-3%. Hækkanir á mjólkurvörum, ostum,

Jónas sinnir frágangi verkefna

Ragnar Hafliðason mun fara með ákvarðanatökuvald í Fjármálaeftirlitinu næstu vikur. Fréttastofa hafði það eftir upplýsingafulltrúa FME í morgun að Jónas Fr. Jónsson væri enn forstjóri og yrði það til 1. mars næstkomandi. Það væri í samræmi við ákvörðun stjórnar þegar samið var um starfslok Jónasar.

Ágúst Ólafur sækist ekki eftir endurkjöri til Alþingis

Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður og varaformaður Samfylkingarinnar,sendi frá sér fréttatilkynningu fyrir skömmu þar sem hann lýsir því yfir að hann muni ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis í kosningum í vor og jafnframt láta af embætti varaformanns flokksins á næsta landsfundi.

Enginn loðnukvóti enn

Ekki finnst enn nægileg loðna á hefðbundnum loðnuslóðum til þess að Hafrannsóknastofnun geti gefið út kvóta svo hægt verði að hefja veiðar, en í góðu árferði hefst loðnuvertíðin af fullum krafti strax upp úr áramótum.

Koltvísýringslosun hefur áhrif í meira en 1.000 ár

Koltvísýringur sem bílar og verksmiðjur dæla út í andrúmsloftið í dag mun hafa áhrif á hitastig jarðar í meira en 1.000 ár. Þetta segja vísindamenn við bandarísku haf- og loftrannsóknarmiðstöðina.

Þýfi fyrir tugi milljóna fannst í Ósló

Þrír stórþjófar í Ósló, höfuðborg Noregs, voru úrskurðaðir í fjögurra vikna gæsluvarðhald í gær eftir að lögregla fann þýfi fyrir tugi milljóna króna á heimili eins þeirra.

Búist við árás á sendiráðið í Jemen

Sendiráð Bandaríkjanna í Jemen hefur gefið út viðvörun til bandarískra ríkisborgara sem staddir eru í landinu vegna hugsanlegrar yfirvofandi árásar á sendiráðið.

Offita smitandi rétt eins og kvef

Offita getur verið smitandi rétt eins og kvef. Þetta fullyrða vísindamenn við Pennington-líffræðirannsóknarstöðina í Louisiana eftir ítarlegar rannsóknir á kjúklingum og músum. Þær tegundir tóku að fitna verulega eftir að þær voru smitaðar af svokölluðum adenóvírus sem berst manna á milli við hósta eða snertingu.

Fréttir bárust af 70.000 uppsögnum í gær

Meira en 50 þúsund Bretar hafa nú misst vinnuna eða eru á uppsagnarfresti frá áramótum. Nýjustu uppsagnarbréfin koma frá stálfélaginu Corus, áður British Steel, og raftækjaframleiðandanum Philips.

Fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur

Ökumenn tveggja bíla, sem voru einir í bílunum, voru fluttir á slysadeild Landspítalans eftir harðan árekstur bíla þeirra á Höfðabakka á móts við Árbæjarsafn um miðnætti.

Fámenn mótmæli í gærkvöldi

Fáeinir mótmælendur héldu uppi mótmælum við Alþingishúsið í gærkvöldi, en voru farnir þaðan fyrir miðnætti. Lögregla þurfti ekki að hafa afskipti af þeim, enda voru engin spellvirki unnin. Margir mótmælendur telja að mótmælin undanfarið hafi átt snaran þátt í að ríkisstjórnarsamstarfið rofnaði.

Allar líkur á að forseti veiti umboð í dag

Margt bendir til þess að ný ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna, undir stórn Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, verði mynduð í dag og að Framsóknarflokkurinn verji hana falli.

Jón hættir sem varaformaður

Jón Sigurðsson óskaði formlega eftir að láta af starfi sem varaformaður Seðlabanka Íslands í gær. Jón hætti í gær sem formaður stjórnar Fjármálaeftirlitsins, eftir að Björgvin G. Sigurðsson, fráfarandi viðskiptaráðherra, fór fram á það. Ekki náðist í Jón við vinnslu fréttarinnar.

Bílstjórinn verður ákærður

Bílstjórinn sem grunaður var um að hafa ekið á mann á Laugaveginum um helgina, hefur játað að hafa verið undir stýri og verður ákærður, segir Margeir Sveinsson, lögreglufulltrúi yfir rannsóknardeild umferðarmála hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.

Forsetinn rýfur ekki þing einn

Orð forseta um þingrofsréttinn annars vegar og verkefnalista nýrrar ríkisstjórnar hins vegar vöktu athygli. Sagði forsetinn þingrofsvaldið hjá sér.

Jóhanna segist tilbúin að taka við

„Ég á eftir að sjá hvernig málin leggjast og hvort ég hafi ekki örugglega traust í þetta,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir, en í gær sagði Ingibjörg Sólrún að Samfylkingin legði áherslu á að hún yrði forsætisráðherra. Spurð hvort hún sjálf væri tilbúin til að taka það að sér svaraði hún; „Já, já.“

Athyglisverðar fylgissveiflur

„Það er athyglisvert hversu mikið afstaða fólks sveiflast,“ segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins um vilja almennings til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu.

Tappinn var Davíð

„Tappinn var Davíð Oddsson,“ segir Skúli Helgason, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar, um aðgerðaáætlun sem samfylkingarfólk lagði fram á fyrsta fundi sérstaks aðgerðahóps ríkisstjórnarinnar sem tók til starfa í nóvemberbyrjun.

Hefðu breytt bankastjórn

Bæði Geir H. Haarde og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir segja að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið tilbúinn til að gera breytingar á stjórn Seðlabankans. Þorgerður sagði flokkinn hafa verið reiðubúinn til að gefa út yfirlýsingar um að klára þyrfti frumvarp um Seðlabankann sem fyrst sem myndi hafa í för með sér breytingar á yfirstjórninni.

Átti ekkert og hafði því engu að tapa

„Við rífum okkur upp úr þessu, það eru alveg hreinar línur,“ sagði Gísli Ragnar Pétursson, 71 árs borgarstarfsmaður, sem sat málþing um tengsl fjárhags og heilsu í Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis. Gísli Ragnar segist hafa mikla trú á land og þjóð. Þau orð hans endurspegla ágætlega hugarfar þeirra eldri borgara sem Fréttablaðið ræddi við á málþinginu.

Nafn Jóhönnu var ekki að koma fram fyrst í dag

Geir H. Haarde var ekki að heyra hugmyndina um að gera Jóhönnu Sigurðardóttur að forsætisráðherra í fyrsta sinn í dag. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra segir að Geir hafi áður heyrt nafn hennar nefnt í þessu sambandi. Geir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður sögðust bæði hafa heyrt möguleikann nefndan fyrst í dag, rétt áður en ríkisstjórnin féll.

Starfhæf stjórn verður að komast á í þessari viku

Guðjón Arnar Kristjánsson formaður Frjálslynda flokksins sagði eftir fund sinn með forseta Íslands á Bessastöðum í kvöld að sér litist betur á þjóðstjórn en minnihlutastjórn Samfylkingar og Vg. Hann sagði að ekki væri hægt að bíða lengur en í 2-3 daga með myndun nýrrar ríkisstjórnar.

Jónas Fr. hætti í gær

Björgvin G. Sigurðsson sem sagði af sér embætti viðskiptaráðherra í gær segist hafa íhugað það alvarlega að segja af sér embætti í nóvember. Þetta kom fram í máli Björgvins sem er gestur Bubba Morthens í þættinum Færibandið á Rás 2.

Samfylkingin vildi sprengja stjórnarsamstarfið

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segir málefnaágreining ekki hafa sprengt Ríkisstjórnina. Staðreyndin hafi verið sú að Samfylkingin hafi sífellt komið með auknar kröfur og á endanum hafi þær breytingar verið óaðgengilegar. Sjálfstæðisflokkurinn hafi haldið að Samfylkingin myndi nota evrópumálin sem ástæðu fyrir stjórnarslitum en það hafi ekki verið gert.

Ekki búið að semja um stól forseta Alþingis

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er nýkominn af fundi með forseta Íslands á Bessastöðum. Hann sagðist hafa upplýst forseta um það hvernig flokkurinn mæti stöðuna og ítrekaði að flokkurinn myndi verja minnihlutastjórn Samfylkingar og Vinstri grænna gegn falli gegn vissum skilyrðum sem snúa að heimilunum í landinu og atvinnulífinu. Hann sagði flokkinn einnig vilja sjá breytingar á stjórnarskrá hjá nýrri ríkisstjórn en myndi ekki skipta sér af niðurröðun í ráðherraembætti.

Vinstri grænir sitja á fundi

Forystumenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs sitja nú á fundi í Vonarstræti í Reykjavík. Ungliðar flokksins funda einnig í höfuðstöðvum þeirra að Suðurgötu.

Rauðgræn Ríkisstjórn líklegust

Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna segir að langlíklegasta ríkisstjórnarmynstrið sé rauðgrænt bandalag VG og Samfylkingar, með stuðningi Framsóknarflokksins, ef þjóðstjórnarfyrirkomulagið sé að þokast út af borðinu. Þetta sagði hann við fréttamenn að loknum fundi hans og Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Hann sagði fundinn hafa verið ágætan, og að þeir Ólafur hafi skipst á skoðunum um það hver næstu skref yrðu. Boltinn væri nú hjá forsetanum.

Lítur á Jóhönnu sem samherja í pólitík

Ögmundur Jónasson þingflokksformaður Vinstri grænna sagðist alltaf hafa litið á Jóhönnu Sigurðardóttur sem náinn og góðan samherja í pólitík þó þau væru ekki í sama stjórnmálaflokknum. Hann sagði skoðanir þeirra alltaf hafa farið vel saman en hann vildi horfa út fyrir persónur þegar talað væri um forystumenn nýrrar Ríkisstjórnar.

Sjá næstu 50 fréttir