Fleiri fréttir Björgunarleiðangur á Öxnadalsheiði í gærkvöldi Vegagerðin á Akureyri sendi björgunarleiðangur upp á Öxnadalsheiði í gærkvöldi til að aðstoða vegfarendur, sem þar höfðu lent í vandræðum vegna óveðurs. Þar höfðu meðal annars fjórir bílar farið út af en engan í þeim sakaði. 23.1.2009 07:25 Rólyndisyfirbragð á mótmælum gærkvöldsins Á þriðja hundrað mótmælendur stóðu enn vaktina við Alþingishúsið um miðnætti, þrátt fyrir vonskuveður, en mótmælaaðgerðum lauk upp úr klukkan eitt. 23.1.2009 07:21 Brotist inn í raftækjaverslun við Skútuvog Brotist var inn í raftækjaverslun við Skútuvog í Reykjavík í nótt og þaðan meðal annars stolið stóru plasma-sjónvarpstæki. Þjófurinn komst undan og er hann ófundinn. Annars hefur verið lítið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar nætur. 23.1.2009 07:18 Stjórnin reynir að þrauka Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er,“ sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. 23.1.2009 06:45 Ísland fær ræðismann í Tógó Íslensk ræðismannsskrifstofa verður opnuð í Afríkuríkinu Tógó hinn 11. febrúar. Kjörræðismaður verður Claude Gbedey, fjármálastjóri barnaþorps SPES frá stofnun þess. Embætti kjörræðismanns er ólaunað. Hlutverk hans er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf. 23.1.2009 05:15 ASÍ gefst upp á ríkisstjórninni Formenn aðildarfélaga ASÍ taka í dag afstöðu til tillögu atvinnurekenda um að fresta framlengingu kjarasamninga fram í júní. Upphaflega var stefnt að nokkurs konar þjóðarsátt með aðkomu ASÍ, SA, hins opinbera og ríkisstjórnarinnar en nú er lagt til að endurskoðun verði frestað og hefur miðstjórn ASÍ hvatt ríkisstjórnina til að boða til kosninga í vor. „Söguleg tíðindi,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. 23.1.2009 05:15 Bauðst að tala en gerði ekki Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki meðal ræðumanna flokksins í umræðunum um efnahagsmál í gær. Í umræðunum, sem skiptust í fjórar umferðir, talaði Guðjón A. Kristjánsson formaður í tvígang. 23.1.2009 05:00 Ríkisstjórn á bekk spilltra „Margir voru hneykslaðir á því að vera settir á lista með al Kaída. En ríkisstjórnin sjálf skipar sér á bekk með spilltum og vanþróuðum þjóðum sem ættu að standa íslensku þjóðinni langt að baki,“ sagði Helga Sigrún Harðardóttir Framsóknarflokki. 23.1.2009 04:45 Harmar ályktun Reykvíkinga Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, hafnar því að Kópavogsfélagið í heild standi á bak við stuðningsyfirlýsingu við reykvíska flokksbræður sem krefjast stjórnarslita. Þetta kemur fram í bréfi sem Guðríður sendi til nokkurra samfylkingarmanna í Kópavogi. 23.1.2009 04:45 Skulda þrefaldar árstekjur Heildarskuldir sjávarútvegs í ríkisbönkunum eru um 427 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar. Mestar eru skuldirnar í Nýja Landsbankanum, eða 1.300 milljónir evra. Það eru tæpir 168 milljarðar króna. Skuldir greinarinnar í Nýja Glitni eru 125 milljarðar króna og í Nýja Kaupþingi 85,5 milljarðar. 23.1.2009 04:30 ESB grundvöllur endurreisnar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði aðkallandi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það væri grundvöllur endurreisnar íslensks atvinnulífs. 23.1.2009 04:30 Verðlaunin vega þyngra nú Nú líður að því að tilnefningafrestur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins renni út. Hildur Petersen, stjórnarformaður Kaffitárs og Pfaff, situr nú í dómnefnd um Samfélagsverðlaunin í þriðja sinn. 23.1.2009 04:30 Auðmenn í íslenskri þotu um allan heim „Þetta er draumur fyrir hverja manneskju,“ segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. 23.1.2009 04:00 Niðurskurður í erfiðu ástandi 23.1.2009 04:00 Fogh undirbýr evrukosningar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stefnir að því að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu um að Danir falli frá undanþágunni frá þátttöku í myntbandalag ESB og hinum undanþágunum þremur frá ESB-samstarfinu sem samið var um eftir höfnun Dana á Maastricht-sáttmálanum árið 1992. 23.1.2009 03:45 Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. 23.1.2009 03:30 Mótmælin friðsamleg Rúmlega fimm hundruð manns mótmæla nú við Austurvöll. Sem fyrr ber hrópar fólkið slagorð og ber eldhúsáhöld, trommur og annað sem getur framkallað hávaða. 22.1.2009 21:29 Stjórnarslit ólíkleg á næstu dögum Innan stjórnarflokkanna er almennt talið að ríkisstjórnin sitji ekki út kjörtímabilið en ólíklegt er að breytingar verði á stjórnarsamstarfinu á allra næstu dögum, ekki hvað síst vegna afarkosta Vinstri grænna. Áhrifamenn innan Samfylkingarinnar vilja að kosið verði strax í vor. 22.1.2009 18:30 Mótmæli næturinnar Kylfum, piparúða og táragasi var beitt í einhverjum hörðustu átökum lögreglu og mótmælenda í manna minnum á Austurvelli í nótt. Andri Ólafsson fygldist með því sem fram fór. 22.1.2009 18:29 Hvetja til hlés á mótmælum um helgina Borgararhreyfing um þjóðfund 1. des., Landsmenn gegn ríkisstjórninni, Iceland-Calling og Nýir Tímar hvetja í sameiningu til þess að mótmælendur hætti mótmælum og yfirgefi miðbæinn næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. 22.1.2009 17:43 Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu nærri þjóðleikhúsinu um fimmleitið í dag. Lögregla lokaði Hverfisgötunni vegna atviksins. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað nánar um meiðsl hans að svo stöddu. 22.1.2009 17:17 Óvenju margir nemendur á Eiðum Óvenjumargir nemendur stunda nú nám á Eiðum. Það er þó aðeins tímabundið meðan skólabyggingarnar eru til bráðabirgða nýttar fyrir yngri bekki Egilsstaðaskóla. Heimamenn í Eiðaþinghá óttast að eftir þennan vetur muni húsakynnin grotna niður. 22.1.2009 19:49 Ofbeldismenn verða dregnir til ábyrgðar Árás mótmælenda á lögreglumenn í nótt er litin gríðarlega alvarlegum augum og verða ofbeldismenn dregnir til ábyrgðar. Lögreglan hefur fengið ýmsar hótanir og eru hún við öllu búin. 22.1.2009 18:56 Ekkert annað en táragas í stöðunni Pokar með saur og þvagi var meðal þess sem reynt var að kasta að lögreglumönnum í nótt. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðiðsins segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að beita táragasi en til þess hefur ekki verið gripið í 60 ár. 22.1.2009 18:38 Breskir fjölmiðlar þakka lopapeysurnar Breskir fjölmiðlar fara hlýjum orðum um staurblanka Íslendinga sem hafi sent heilan gám af lopapeysum, treflum, leistum og húfum til aldraðra Breta sem hrynji niður af kulda. 22.1.2009 16:53 Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22.1.2009 16:48 Samfylkingin frestar fundi vegna óvissu Samfylkingin hefur ákveðið að fresta framtíðarþingi sem átti að fara fram á laugardaginn vegna stjórnmálaástandsins, að fram kemur í tilkynningu til flokksmanna. Fimm dagar eru síðan að flokkurinn boðaði til blaðamannafundar og greindi frá þinginu og að flokkurinn hygðist efna til opinna funda um land allt á næstu vikum um Evrópumál. 22.1.2009 16:35 ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins mótmælir harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að lífeyrisþegum og langveikum og fer fram á að gripið verði til réttlátra aðgera í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. 22.1.2009 14:53 Hvatti Ingibjörgu til að íhuga stjórnarslit með sms-i Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hvetur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, til að íhuga stjórnarslit og skoða með opnum hug tilboð Framsóknarflokksins um að verja 22.1.2009 14:50 Glundroði í stjórnarsamstarfinu Alger glundroði er í samstarfi stjórnarflokkanna, sem standa hvorki saman inn á við né út á við, segir stjórnmálafræðiprófessor. Samfylkingin hagnast á því að flýta kosningum, Sjálfstæðisflokkur tapar. 22.1.2009 19:07 Eldhestur á Spáni Kaþólikkar eiga sér marga dýrlinga sem sjá um hina og þessa hluti fyrir þá. Einn þeirra er heilagur Antoníus sem er verndari dýra. 22.1.2009 17:15 Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir meintum brennuvargi felldur úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið valdur að bruna í húsi að Tryggvagötu 10 í síðasta mánuði. 22.1.2009 17:11 Einnig húsleit hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur Samkeppniseftirlitið hefur í dag framkvæmt húsleitir á skrifstofum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Fóðurblöndunnar Til húsleitanna var aflað úrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. 22.1.2009 16:53 Guðlaugi afhent bænaskjal 70 prósent Hafnfirðinga Velunnarar St. Jósefsspítala afhenda Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, tæplega 14 þúsund undirskriftir, eða 70% kosningabærra Hafnfirðinga, í kvöld vegna fyrirhugaðrar lokunar spítalans. 22.1.2009 16:17 Eins og draugaskip Það hefur verið mikið kuldakast bæði austan hafs og vestan undanfarnar vikur. Það hefur komið þjóðum í Austur-Evrópu mjög illa þar sem Rússar skrúfuðu fyrir gasflutninga sína til Evrópu vegna deilna við Úkraínu. 22.1.2009 15:50 Lögreglan fékk blóm í barminn og heitt kakó frá mótmælendum Um það bil 300 manns standa nú mótmælavaktina á Austurvelli og andæfa ríkisstjórninni. Að sögn sjónarvotta er stemmningin allt önnur en í gærkvöldi þegar mikil átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda. 22.1.2009 15:14 Reykjavíkurborg og Hjálpræðisherinn sinna utangarðsfólki Borgarráð hefur að tillögu velferðarráðs samþykkt að Reykjavíkurborg gangi til samstarfs við Hjálpræðisherinn um starfsemi fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins í Reykjavík. 22.1.2009 15:05 Brotist inn í fjölda hesthúsa Það sem af er árinu hefur verið brotist inn í á annan tug hesthúsa á höfuðborgarsvæðinu. 22.1.2009 14:34 Drógu bátskrifli flóttamanna út á haf Thailenski sjóherinn er sakaður um að hafa dregið nokkur bátskrifli með tæplega eittþúsund flóttamönnum á haf út og skilið þá þar eftir. Í bátunum var fólk sem kallar sig Rohingya og kemur frá Burma. Þar er fólkið ekki viðurkennt sem minnihlutahópur og þúsundir hafa flúið land undanfarna áratugi. 22.1.2009 14:09 Enn mótmælt fyrir utan Alþingi Enn er nokkur fjöldi mótmælenda fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli, en þar hafa þeir verið frá því klukkan tíu í morgun. Lögreglan segir að mótmælin séu friðsamleg á þessari stundu. Háreysti frá mótmælunum hafa heyrst inn í þinghúsið. 22.1.2009 14:08 Samkeppniseftirlitið fór inn í Fóðurblönduna Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit á skrifstofu Fóðurblöndunnar hf. í Reykjavík. Samkvæmt dómsúrskurði frá því í gær sem heimilaði húsleitina telur Samkeppniseftirlitið grun leika á að Fóðurblandan og Mjólkurfélag Reykjavíkur hafi viðhaft viðvarandi verðsamráð í andstöðu við samkeppnislög á fóðurmarkaði undanfarin þrjú ár. 22.1.2009 14:02 Caroline langar ekki lengur í þingsæti Hillary Caroline Kennedy dóttir fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur dregið til baka umsókn sína um að taka sæti Hillary Clintons í öldungadeild þingsins. 22.1.2009 13:54 Fordæma ofbeldisseggi Landssamband lögreglumanna fordæmir framgöngu tiltekinna einstaklinga að beita lögreglumenn alvarlegu ofbeldi en stór hópur lögreglumanna er slasaður eftir atburði undanfarinna daga og einkum eftir nóttina. 22.1.2009 13:40 Raddir fólksins: Lögreglan er ekki óvinur okkar Raddir fólksins sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælafundum á Austurvelli undanfarna mánuði segja að sögulegur sigur lýðræðis í landinu sé í augsýn. ,,Lögreglan er ekki óvinur okkar. Beinum sjónum okkar að því að byggja upp nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og nýja þjóð,” segir í tilkynningu frá samtökunum. 22.1.2009 13:15 Geir rangtúlkar skilaboð frá Ingibjörgu Sólrúnu Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins sem hann hefur fengið í samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra síðastliðna tvo daga. Þetta fullyrti Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar, við nokkra samflokksmenn sína í gær. 22.1.2009 12:59 Sjá næstu 50 fréttir
Björgunarleiðangur á Öxnadalsheiði í gærkvöldi Vegagerðin á Akureyri sendi björgunarleiðangur upp á Öxnadalsheiði í gærkvöldi til að aðstoða vegfarendur, sem þar höfðu lent í vandræðum vegna óveðurs. Þar höfðu meðal annars fjórir bílar farið út af en engan í þeim sakaði. 23.1.2009 07:25
Rólyndisyfirbragð á mótmælum gærkvöldsins Á þriðja hundrað mótmælendur stóðu enn vaktina við Alþingishúsið um miðnætti, þrátt fyrir vonskuveður, en mótmælaaðgerðum lauk upp úr klukkan eitt. 23.1.2009 07:21
Brotist inn í raftækjaverslun við Skútuvog Brotist var inn í raftækjaverslun við Skútuvog í Reykjavík í nótt og þaðan meðal annars stolið stóru plasma-sjónvarpstæki. Þjófurinn komst undan og er hann ófundinn. Annars hefur verið lítið um innbrot á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar nætur. 23.1.2009 07:18
Stjórnin reynir að þrauka Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er,“ sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. 23.1.2009 06:45
Ísland fær ræðismann í Tógó Íslensk ræðismannsskrifstofa verður opnuð í Afríkuríkinu Tógó hinn 11. febrúar. Kjörræðismaður verður Claude Gbedey, fjármálastjóri barnaþorps SPES frá stofnun þess. Embætti kjörræðismanns er ólaunað. Hlutverk hans er að gæta hagsmuna íslenskra ríkisborgara og styðja við stjórnmála-, viðskipta- og menningarsamstarf. 23.1.2009 05:15
ASÍ gefst upp á ríkisstjórninni Formenn aðildarfélaga ASÍ taka í dag afstöðu til tillögu atvinnurekenda um að fresta framlengingu kjarasamninga fram í júní. Upphaflega var stefnt að nokkurs konar þjóðarsátt með aðkomu ASÍ, SA, hins opinbera og ríkisstjórnarinnar en nú er lagt til að endurskoðun verði frestað og hefur miðstjórn ASÍ hvatt ríkisstjórnina til að boða til kosninga í vor. „Söguleg tíðindi,“ segir Kristján Gunnarsson, formaður Starfsgreinasambandsins, SGS. 23.1.2009 05:15
Bauðst að tala en gerði ekki Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, var ekki meðal ræðumanna flokksins í umræðunum um efnahagsmál í gær. Í umræðunum, sem skiptust í fjórar umferðir, talaði Guðjón A. Kristjánsson formaður í tvígang. 23.1.2009 05:00
Ríkisstjórn á bekk spilltra „Margir voru hneykslaðir á því að vera settir á lista með al Kaída. En ríkisstjórnin sjálf skipar sér á bekk með spilltum og vanþróuðum þjóðum sem ættu að standa íslensku þjóðinni langt að baki,“ sagði Helga Sigrún Harðardóttir Framsóknarflokki. 23.1.2009 04:45
Harmar ályktun Reykvíkinga Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, hafnar því að Kópavogsfélagið í heild standi á bak við stuðningsyfirlýsingu við reykvíska flokksbræður sem krefjast stjórnarslita. Þetta kemur fram í bréfi sem Guðríður sendi til nokkurra samfylkingarmanna í Kópavogi. 23.1.2009 04:45
Skulda þrefaldar árstekjur Heildarskuldir sjávarútvegs í ríkisbönkunum eru um 427 milljarðar króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar. Mestar eru skuldirnar í Nýja Landsbankanum, eða 1.300 milljónir evra. Það eru tæpir 168 milljarðar króna. Skuldir greinarinnar í Nýja Glitni eru 125 milljarðar króna og í Nýja Kaupþingi 85,5 milljarðar. 23.1.2009 04:30
ESB grundvöllur endurreisnar Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði aðkallandi að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það væri grundvöllur endurreisnar íslensks atvinnulífs. 23.1.2009 04:30
Verðlaunin vega þyngra nú Nú líður að því að tilnefningafrestur til Samfélagsverðlauna Fréttablaðsins renni út. Hildur Petersen, stjórnarformaður Kaffitárs og Pfaff, situr nú í dómnefnd um Samfélagsverðlaunin í þriðja sinn. 23.1.2009 04:30
Auðmenn í íslenskri þotu um allan heim „Þetta er draumur fyrir hverja manneskju,“ segir Auður Pálmadóttir, hjá Loftleiðum Icelandic, um lúxusferðir sem farnar eru á þotu Icelandair með bandaríska auðkýfinga. 23.1.2009 04:00
Fogh undirbýr evrukosningar Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, stefnir að því að boða til nýrrar atkvæðagreiðslu um að Danir falli frá undanþágunni frá þátttöku í myntbandalag ESB og hinum undanþágunum þremur frá ESB-samstarfinu sem samið var um eftir höfnun Dana á Maastricht-sáttmálanum árið 1992. 23.1.2009 03:45
Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. 23.1.2009 03:30
Mótmælin friðsamleg Rúmlega fimm hundruð manns mótmæla nú við Austurvöll. Sem fyrr ber hrópar fólkið slagorð og ber eldhúsáhöld, trommur og annað sem getur framkallað hávaða. 22.1.2009 21:29
Stjórnarslit ólíkleg á næstu dögum Innan stjórnarflokkanna er almennt talið að ríkisstjórnin sitji ekki út kjörtímabilið en ólíklegt er að breytingar verði á stjórnarsamstarfinu á allra næstu dögum, ekki hvað síst vegna afarkosta Vinstri grænna. Áhrifamenn innan Samfylkingarinnar vilja að kosið verði strax í vor. 22.1.2009 18:30
Mótmæli næturinnar Kylfum, piparúða og táragasi var beitt í einhverjum hörðustu átökum lögreglu og mótmælenda í manna minnum á Austurvelli í nótt. Andri Ólafsson fygldist með því sem fram fór. 22.1.2009 18:29
Hvetja til hlés á mótmælum um helgina Borgararhreyfing um þjóðfund 1. des., Landsmenn gegn ríkisstjórninni, Iceland-Calling og Nýir Tímar hvetja í sameiningu til þess að mótmælendur hætti mótmælum og yfirgefi miðbæinn næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. 22.1.2009 17:43
Ekið á gangandi vegfaranda Ekið var á gangandi vegfaranda á Hverfisgötu nærri þjóðleikhúsinu um fimmleitið í dag. Lögregla lokaði Hverfisgötunni vegna atviksins. Maðurinn var fluttur á slysadeild, en ekki er vitað nánar um meiðsl hans að svo stöddu. 22.1.2009 17:17
Óvenju margir nemendur á Eiðum Óvenjumargir nemendur stunda nú nám á Eiðum. Það er þó aðeins tímabundið meðan skólabyggingarnar eru til bráðabirgða nýttar fyrir yngri bekki Egilsstaðaskóla. Heimamenn í Eiðaþinghá óttast að eftir þennan vetur muni húsakynnin grotna niður. 22.1.2009 19:49
Ofbeldismenn verða dregnir til ábyrgðar Árás mótmælenda á lögreglumenn í nótt er litin gríðarlega alvarlegum augum og verða ofbeldismenn dregnir til ábyrgðar. Lögreglan hefur fengið ýmsar hótanir og eru hún við öllu búin. 22.1.2009 18:56
Ekkert annað en táragas í stöðunni Pokar með saur og þvagi var meðal þess sem reynt var að kasta að lögreglumönnum í nótt. Lögreglustjóri höfuðborgarsvæðiðsins segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að beita táragasi en til þess hefur ekki verið gripið í 60 ár. 22.1.2009 18:38
Breskir fjölmiðlar þakka lopapeysurnar Breskir fjölmiðlar fara hlýjum orðum um staurblanka Íslendinga sem hafi sent heilan gám af lopapeysum, treflum, leistum og húfum til aldraðra Breta sem hrynji niður af kulda. 22.1.2009 16:53
Rassskellir sýknaður í Hæstarétti Hæstiréttur hefur sýknað karlmann fyrir að hafa tvisvar til þrisvar sinnum rassskellt drengi á aldrinum 6 ára og 4 ára á beran rassinn með þeim afleiðingum að þeir hlutu roða á rassinn og fyrir að hafa að því loknu borið olíu á rassinn á þeim. 22.1.2009 16:48
Samfylkingin frestar fundi vegna óvissu Samfylkingin hefur ákveðið að fresta framtíðarþingi sem átti að fara fram á laugardaginn vegna stjórnmálaástandsins, að fram kemur í tilkynningu til flokksmanna. Fimm dagar eru síðan að flokkurinn boðaði til blaðamannafundar og greindi frá þinginu og að flokkurinn hygðist efna til opinna funda um land allt á næstu vikum um Evrópumál. 22.1.2009 16:35
ÖBÍ mótmælir aðför að velferðarkerfinu Aðalstjórn Öryrkjabandalagsins mótmælir harðlega aðför ríkisstjórnarinnar að lífeyrisþegum og langveikum og fer fram á að gripið verði til réttlátra aðgera í þeim efnahagsvanda sem við er að glíma. 22.1.2009 14:53
Hvatti Ingibjörgu til að íhuga stjórnarslit með sms-i Svanfríður Jónasdóttir, bæjarstjóri í Dalvíkurbyggð, hvetur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, formann Samfylkingarinnar, til að íhuga stjórnarslit og skoða með opnum hug tilboð Framsóknarflokksins um að verja 22.1.2009 14:50
Glundroði í stjórnarsamstarfinu Alger glundroði er í samstarfi stjórnarflokkanna, sem standa hvorki saman inn á við né út á við, segir stjórnmálafræðiprófessor. Samfylkingin hagnast á því að flýta kosningum, Sjálfstæðisflokkur tapar. 22.1.2009 19:07
Eldhestur á Spáni Kaþólikkar eiga sér marga dýrlinga sem sjá um hina og þessa hluti fyrir þá. Einn þeirra er heilagur Antoníus sem er verndari dýra. 22.1.2009 17:15
Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir meintum brennuvargi felldur úr gildi Hæstiréttur hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir manni sem er grunaður um að hafa orðið valdur að bruna í húsi að Tryggvagötu 10 í síðasta mánuði. 22.1.2009 17:11
Einnig húsleit hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur Samkeppniseftirlitið hefur í dag framkvæmt húsleitir á skrifstofum Mjólkurfélags Reykjavíkur og Fóðurblöndunnar Til húsleitanna var aflað úrskurða frá Héraðsdómi Reykjavíkur. 22.1.2009 16:53
Guðlaugi afhent bænaskjal 70 prósent Hafnfirðinga Velunnarar St. Jósefsspítala afhenda Guðlaugi Þór Þórðarsyni, heilbrigðisráðherra, tæplega 14 þúsund undirskriftir, eða 70% kosningabærra Hafnfirðinga, í kvöld vegna fyrirhugaðrar lokunar spítalans. 22.1.2009 16:17
Eins og draugaskip Það hefur verið mikið kuldakast bæði austan hafs og vestan undanfarnar vikur. Það hefur komið þjóðum í Austur-Evrópu mjög illa þar sem Rússar skrúfuðu fyrir gasflutninga sína til Evrópu vegna deilna við Úkraínu. 22.1.2009 15:50
Lögreglan fékk blóm í barminn og heitt kakó frá mótmælendum Um það bil 300 manns standa nú mótmælavaktina á Austurvelli og andæfa ríkisstjórninni. Að sögn sjónarvotta er stemmningin allt önnur en í gærkvöldi þegar mikil átök brutust út á milli lögreglu og mótmælenda. 22.1.2009 15:14
Reykjavíkurborg og Hjálpræðisherinn sinna utangarðsfólki Borgarráð hefur að tillögu velferðarráðs samþykkt að Reykjavíkurborg gangi til samstarfs við Hjálpræðisherinn um starfsemi fyrir utangarðsfólk í dagsetri Hjálpræðishersins í Reykjavík. 22.1.2009 15:05
Brotist inn í fjölda hesthúsa Það sem af er árinu hefur verið brotist inn í á annan tug hesthúsa á höfuðborgarsvæðinu. 22.1.2009 14:34
Drógu bátskrifli flóttamanna út á haf Thailenski sjóherinn er sakaður um að hafa dregið nokkur bátskrifli með tæplega eittþúsund flóttamönnum á haf út og skilið þá þar eftir. Í bátunum var fólk sem kallar sig Rohingya og kemur frá Burma. Þar er fólkið ekki viðurkennt sem minnihlutahópur og þúsundir hafa flúið land undanfarna áratugi. 22.1.2009 14:09
Enn mótmælt fyrir utan Alþingi Enn er nokkur fjöldi mótmælenda fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli, en þar hafa þeir verið frá því klukkan tíu í morgun. Lögreglan segir að mótmælin séu friðsamleg á þessari stundu. Háreysti frá mótmælunum hafa heyrst inn í þinghúsið. 22.1.2009 14:08
Samkeppniseftirlitið fór inn í Fóðurblönduna Samkeppniseftirlitið gerði í morgun húsleit á skrifstofu Fóðurblöndunnar hf. í Reykjavík. Samkvæmt dómsúrskurði frá því í gær sem heimilaði húsleitina telur Samkeppniseftirlitið grun leika á að Fóðurblandan og Mjólkurfélag Reykjavíkur hafi viðhaft viðvarandi verðsamráð í andstöðu við samkeppnislög á fóðurmarkaði undanfarin þrjú ár. 22.1.2009 14:02
Caroline langar ekki lengur í þingsæti Hillary Caroline Kennedy dóttir fyrrverandi Bandaríkjaforseta hefur dregið til baka umsókn sína um að taka sæti Hillary Clintons í öldungadeild þingsins. 22.1.2009 13:54
Fordæma ofbeldisseggi Landssamband lögreglumanna fordæmir framgöngu tiltekinna einstaklinga að beita lögreglumenn alvarlegu ofbeldi en stór hópur lögreglumanna er slasaður eftir atburði undanfarinna daga og einkum eftir nóttina. 22.1.2009 13:40
Raddir fólksins: Lögreglan er ekki óvinur okkar Raddir fólksins sem staðið hafa fyrir friðsömum mótmælafundum á Austurvelli undanfarna mánuði segja að sögulegur sigur lýðræðis í landinu sé í augsýn. ,,Lögreglan er ekki óvinur okkar. Beinum sjónum okkar að því að byggja upp nýtt Ísland, nýtt lýðveldi og nýja þjóð,” segir í tilkynningu frá samtökunum. 22.1.2009 13:15
Geir rangtúlkar skilaboð frá Ingibjörgu Sólrúnu Geir Haarde forsætisráðherra rangtúlkar skilaboð um framhald ríkisstjórnarsamstarfsins sem hann hefur fengið í samtölum við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra síðastliðna tvo daga. Þetta fullyrti Kristrún Heimisdóttir, aðstoðarkona Ingibjargar, við nokkra samflokksmenn sína í gær. 22.1.2009 12:59