Vilja ekki segja upp áætlun og láni AGS 23. janúar 2009 03:30 Birkur J. Jónsson Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Varaformenn Samfylkingarinnar og Framsóknarflokksins taka ekki undir hugmyndir Steingríms J. Sigfússonar, formanns Vinstri grænna, um að til álita komi að segja upp efnahagsáætluninni við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (AGS) og afþakka lánafyrirgreiðslu úr þeirri átt. Hagfræðingur við Háskóla Íslands telur að slík ákvörðun væri hreint glapræði. steingrímur J. Sigfússon Steingrímur sagði í Kastljóssviðtali á miðvikudagskvöld að þingflokkur Vinstri grænna væri þeirrar skoðunar að æskilegast væri að komast út úr samkomulaginu við AGS og skila láni upp á tvo milljarða Bandaríkjadollara ef mögulegt væri. Þetta yrði til dæmis gert til að „losna undan þvingunarskilmálunum sem á okkur eru settir, til dæmis um þennan sársaukafulla niðurskurð í heilbrigðiskerfinu", eins og Steingrímur komst að orði. Hann tók fram að slík ákvörðun yrði ekki tekin í fljótheitum og í góðu samráði við AGS. Gylfi Magnússon, dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, telur það vera glapræði að segja upp efnahagsáætlun AGS. Aðkoma sjóðsins sé nánast aðgöngumiði Íslands til að vera gjaldgengt í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi. Að segja okkur frá samkomulaginu væri yfirlýsing um að við ætluðum ekki að taka á okkar málum á alþjóðavettvangi." Árni Páll Árnason Birkir J. Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segist í fljótu bragði ekki getað tekið undir hugmynd Steingríms. „Það þarf að fara yfir öll þessi mál en staða Íslands er með þeim hætti að við þurfum utanaðkomandi aðstoð í þeim erfiðleikum sem við stöndum frammi fyrir." Birkir telur að Steingrímur hafi ekki úttalað sig um þær hugmyndir sem hann viðraði í Kastljósinu enda hafi hann sagt að þetta þyrfti nánari skoðunar við. Ef til kæmi þá yrði það í samráði við þá flokka sem hefðu meirihluta hverju sinni. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, telur það ekki raunhæfan kost að skila láni AGS. Stjórnmálamenn verði að horfast í augu við staðreyndir, og hún sé að engin önnur leið komi til greina til að endurreisa efnahagslífið en að halda sig við áætlun AGS, og sækja um aðild að Evrópusambandinu. Katrín Júlíusdóttir „Þetta er eitthvað það óábyrgasta sem ég hef heyrt frá stjórnmálamanni," segir Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Það sé alveg ljóst að Samfylkingin muni ekki taka þátt í því að skila láni AGS. Aðrir heimildarmenn Fréttablaðsins taka fram að þessi orð Steingríms komi ekki í veg fyrir einhvers konar samstarf fram að kosningum í vor. Slíkt samstarf yrði væntanlega að taka á fyrirfram ákveðnum málum, og það að skila láni AGS verði væntanlega ekki eitt af þeim. svavar@frettabladid.is, brjann@frettabladid.is
Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira