Mótmæli næturinnar 22. janúar 2009 18:29 Eftir að þúsundir manna höfðu mótmælt friðsamlega við þjóðleikhúsið í gærkvöldi sauð upp úr eftir að aðsúgur var gerður að lögreglu við alþingishúsið. Mikill mannfjöldi var þar samankominn langflestir í friðsmalegum tilgangi en hluti mótmælenda var afar órólegur og ógnandi í garð lögreglu. Lögreglan freistaði þess að leysa upp mótmælin með því að beita piparúða og við það sundraðist hópurinn nokkuð. Skömmur síðar safnaðist fólk aftur saman við alþingishúsið. Einn hluti við vestuhlið alþingisskálans en annar hópur fyrir utan aðaldyr alþingishúsið. Sá hópur er sagður hafa unnið skemmdir á aðalhurð hússins en lögregla svaraði þá með því að sprengja táragas á austurvelli í fyrsta skiptið síðan 1949. Mikið panikk skapaðist þá á Austurvelli og áttu mótmælendur fótum sínum fjör að launa. Eftir að gasið fjaraði út safnaðist hópurinn aftur saman fyrir framan alþingishúsið og nokkrir mótmæelanda tóku að grýta lögreglu, meðal annars með grjóti en lögregla svaraði með því að sprengja meira táragas. Um tíu slíkar sprengjur voru sprengdar. Hópurinn tvístraðist nokkuð við þetta en sameinaðist hins vegar aftur við horn pósthússtrætis og bankastrætis. Þaðan var ákveðið að ganga að stjórnarráðinu og halda mótmælum áfram. Í fyrstu var lögrega hvergi sjáanleg þar. En eftir að nokkrir hófu að brjóta rúður í stjórnarráðinu og kveikja elda var lögregla send á vettvang. Um átta brynvarðir lögreglumenn tóku sér stöðu fyrir framan stjórnarráðið en þeir voru látlaust grýttir í um það bil 15 mínútur. Einn lögreglumaður fékk grjót í síðuna og var fluttur slasaður á brott í sjúrkrabíl. Lögregla þrefaldi þá í liði sínu við stjórnarráðið en greip ekki til neinna aðgerða til að byrja með. Þeir voru áfram grýttir þar til nokkrir mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan þá með það að markmiði að verja lögreglumennina fyrir grjótkastinu. Um 300 manns voru í liði mótmælenda fyrir utan stjórnarráðið allt þar til klukkan var að verða hálf þrjú en þá fækkaði hratt í hópnum. Þeir allra síðustu yfirgáfu lækjargötuna um klukkan 3 í nótt. Meira en 15 tímum eftir að mótmælin hófust. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira
Eftir að þúsundir manna höfðu mótmælt friðsamlega við þjóðleikhúsið í gærkvöldi sauð upp úr eftir að aðsúgur var gerður að lögreglu við alþingishúsið. Mikill mannfjöldi var þar samankominn langflestir í friðsmalegum tilgangi en hluti mótmælenda var afar órólegur og ógnandi í garð lögreglu. Lögreglan freistaði þess að leysa upp mótmælin með því að beita piparúða og við það sundraðist hópurinn nokkuð. Skömmur síðar safnaðist fólk aftur saman við alþingishúsið. Einn hluti við vestuhlið alþingisskálans en annar hópur fyrir utan aðaldyr alþingishúsið. Sá hópur er sagður hafa unnið skemmdir á aðalhurð hússins en lögregla svaraði þá með því að sprengja táragas á austurvelli í fyrsta skiptið síðan 1949. Mikið panikk skapaðist þá á Austurvelli og áttu mótmælendur fótum sínum fjör að launa. Eftir að gasið fjaraði út safnaðist hópurinn aftur saman fyrir framan alþingishúsið og nokkrir mótmæelanda tóku að grýta lögreglu, meðal annars með grjóti en lögregla svaraði með því að sprengja meira táragas. Um tíu slíkar sprengjur voru sprengdar. Hópurinn tvístraðist nokkuð við þetta en sameinaðist hins vegar aftur við horn pósthússtrætis og bankastrætis. Þaðan var ákveðið að ganga að stjórnarráðinu og halda mótmælum áfram. Í fyrstu var lögrega hvergi sjáanleg þar. En eftir að nokkrir hófu að brjóta rúður í stjórnarráðinu og kveikja elda var lögregla send á vettvang. Um átta brynvarðir lögreglumenn tóku sér stöðu fyrir framan stjórnarráðið en þeir voru látlaust grýttir í um það bil 15 mínútur. Einn lögreglumaður fékk grjót í síðuna og var fluttur slasaður á brott í sjúrkrabíl. Lögregla þrefaldi þá í liði sínu við stjórnarráðið en greip ekki til neinna aðgerða til að byrja með. Þeir voru áfram grýttir þar til nokkrir mótmælendur tóku sér stöðu fyrir framan þá með það að markmiði að verja lögreglumennina fyrir grjótkastinu. Um 300 manns voru í liði mótmælenda fyrir utan stjórnarráðið allt þar til klukkan var að verða hálf þrjú en þá fækkaði hratt í hópnum. Þeir allra síðustu yfirgáfu lækjargötuna um klukkan 3 í nótt. Meira en 15 tímum eftir að mótmælin hófust.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Fleiri fréttir Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Sjá meira