Stjórnin reynir að þrauka 23. janúar 2009 06:45 Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er," sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Þingmönnum Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi virtist brugðið yfir þessum orðum formanns síns. Í þeirra röðum var í gær gengið út frá að ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá kvöldinu áður yrði leiðarstef. Í henni var skorað á þingflokkinn að beita sér fyrir tafarlausum stjórnarslitum og mynda nýja stjórn fram að kosningum sem færu fram eigi síðar en í maí. Fleiri Samfylkingarfélög hafa ályktað á sömu lund. Ingibjörg sagði í viðtalinu að ályktanirnar kæmu sér ekki á óvart. Það hefði lengi verið viðhorfið í Samfylkingunni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að axla meiri ábyrgð á því sem gerst hafi. Þá kvaðst hún ætla að beita sér fyrir vorkosningum og sagðist hafa gert Geir H. Haarde forsætisráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Geir sagði í fyrradag að glapræði væri að kjósa í vor. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur afstaðan verið sú að þjóðarhagur krefjist þess að ríkisstjórnin starfi áfram. Ef kjósa eigi á annað borð beri að gera það í fyrsta lagi í haust. Geir sagðist á Alþingi í gær sannfærður um að ríkisstjórnin væri á réttri leið í endurreisnaraðgerðum sínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við eru almennt sammála Geir en þolinmæði þeirra gagnvart yfirlýsingum þingmanna samstarfsflokksins fer hratt minnkandi. Þeir telja Samfylkinguna ekki lengur nægilega trúverðuga í samstarfinu og grafa undan því fremur en styrkja. Stjórnarsamstarfið og pólitíska ástandið verða til umræðu á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag. - bþs, bj Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira
Furðu gætir innan þingliðs Samfylkingar með yfirlýsingu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ríkisstjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn verði haldið áfram. „Við stöndum saman meðan stætt er," sagði Ingibjörg Sólrún í fréttum Ríkisútvarpsins í gærkvöldi. Þingmönnum Samfylkingarinnar sem Fréttablaðið ræddi við í gærkvöldi virtist brugðið yfir þessum orðum formanns síns. Í þeirra röðum var í gær gengið út frá að ályktun Samfylkingarfélagsins í Reykjavík frá kvöldinu áður yrði leiðarstef. Í henni var skorað á þingflokkinn að beita sér fyrir tafarlausum stjórnarslitum og mynda nýja stjórn fram að kosningum sem færu fram eigi síðar en í maí. Fleiri Samfylkingarfélög hafa ályktað á sömu lund. Ingibjörg sagði í viðtalinu að ályktanirnar kæmu sér ekki á óvart. Það hefði lengi verið viðhorfið í Samfylkingunni að Sjálfstæðisflokkurinn þyrfti að axla meiri ábyrgð á því sem gerst hafi. Þá kvaðst hún ætla að beita sér fyrir vorkosningum og sagðist hafa gert Geir H. Haarde forsætisráðherra grein fyrir þeirri afstöðu sinni. Geir sagði í fyrradag að glapræði væri að kjósa í vor. Innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur afstaðan verið sú að þjóðarhagur krefjist þess að ríkisstjórnin starfi áfram. Ef kjósa eigi á annað borð beri að gera það í fyrsta lagi í haust. Geir sagðist á Alþingi í gær sannfærður um að ríkisstjórnin væri á réttri leið í endurreisnaraðgerðum sínum. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins sem rætt var við eru almennt sammála Geir en þolinmæði þeirra gagnvart yfirlýsingum þingmanna samstarfsflokksins fer hratt minnkandi. Þeir telja Samfylkinguna ekki lengur nægilega trúverðuga í samstarfinu og grafa undan því fremur en styrkja. Stjórnarsamstarfið og pólitíska ástandið verða til umræðu á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins í dag. - bþs, bj
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Sjá meira