Fleiri fréttir Líkur á breytingum í ríkisstjórn fyrir áramót Engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á skipan ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni. Frétt Ríkissjónvarpsins frá því í gærkvöldi er byggð á sögusögnum en slakri heimildaöflun. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Skúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sendi trúnaðarmönnum í Samfylkingunni i dag. 15.12.2008 15:34 Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. 15.12.2008 14:28 Mugabe sakar Botswana um að brugga sér launráð Ráðamenn í Simbabve segja yfirvöld í nágrannaríkinu Botsvana leggja á ráðin um að steypa Robert Mugabe forseta landsins og þjálfi til þess herskáa stjórnarandstæðinga. Mugabe á undir högg að sækja vegna mannskæðs kólerufaraldurs í Simbabve sem nágrannar óttast að breiðist út. 15.12.2008 14:05 Virkt umferðareftirlit við Eyjafjörð Lögreglan á Eyjafjarðarsvæðinu stöðvaði í síðustu viku 823 ökumenn á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, en undanfarið hefur lögreglan verið með sérstakt eftirlit með ölvunar- og vímuefnaakstri þar. 15.12.2008 13:48 Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15.12.2008 13:41 Rangt haft eftir Þorgerði varðandi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa sagt að Evrópusambandið væri okkar eini möguleiki líkt og norska dagblaðið Klassekampen heldur fram í dag. Þorgerður segist hafa farið í viðtal við blaðið fyrir 10 dögum og þar hafi hún sagt að við ættum að fara í aðildarviðræður. Hún stendur við þá skoðun sína. 15.12.2008 13:16 Dæmt í Keilufellsárás - Þyngsti dómurinn þrjú og hálft ár Fjórir pólskir karlmenn hlutu dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir húsbrot og sérstaklega hættulega líkamsárás í Keilufelli þann 22. mars síðastliðinn. Einn mannana, Tomasz Krzysztof Jagiela, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm en þeir Marcin Labuhn, Robert Kulaga og Tomasz Roch Dambski voru dæmdir í tvö og hálft ár. 15.12.2008 13:14 Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15.12.2008 12:33 Siv um fjárlagaumræðuna: „Er þetta djók?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnuna við fjárlög harðlega á Alþingi í dag. Kvartað var yfir því að þegar tillögur um niðurskurð frá ríkisstjórn hafi borist hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að leggja mat á tillögurnar ekki legið fyrir. Ómögulegt hafi því verið að taka afstöðu til málsins en nú stendur yfir önnur umræða fjárlaga og ætti því að fresta afgreiðslunni. 15.12.2008 11:59 Krefjast kosningar um deiliskipulag vegna stækkunar í Straumsvík Áhugafólk um stækkun álversins í Straumsvík ætlar, á morgun, að afhenda bæjarstjórn Hafnarfjarðar undirskriftir 5000 kjörbærra Hafnfirðinga þar sem farið er fram á kosningu um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. 15.12.2008 11:46 Framkvæmdir við Reykjanesbraut Vegna framkvæmda við nýja brú á mótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar geta vegfarendur búist við breytingum á umferðarstefnum í dag og á morgun. 15.12.2008 11:17 FME og Seðlabanki ekki sameinað fyrir áramót Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hugmyndin um að færa Fjármálaeftirlitið að nýju undir Seðlabanka Íslands væri enn til athugunar. Hann sagði þetta þó eilítið flóknara því til þess að svo geti orðið þurfi lagabreytingu og því gerist það ekki fyrir áramót. 15.12.2008 11:05 Kristján Þór hefur ekki fengið bónorðið „Það er ekki mitt að dæma um það," segir Kristján Þór Júlíusson þegar Vísir spyr hann að því hvort eitthvað sé hæft í því að hann verði ráðherra. 15.12.2008 11:02 Kannast ekki við að hætt hafi verið við stækkun í Straumsvík Össur Skarphéðinnson iðnaðarráðherra segist ekki kannast við að forsvarsmenn Rio Tinto Alcan hafi greint honum frá því að hætt hafi verið við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í dag. 15.12.2008 10:52 Dómsmálaráðherra útilokar ekkert Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki útiloka neitt þegar spurt sé að því hvort hann sé á leið úr ríkisstjórn eða hvort að ríkisstjórnin springi. 15.12.2008 09:47 Heildarafli íslenskra skipa minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í nóvember, metinn á föstu verði, var 4,1% meiri en í nóvember 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar dregist saman um 3,5% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði. 15.12.2008 09:28 Öreindahraðallinn merkilegustu vísindin 2008 að mati Time Norðurpóllinn á Mars og öreindahraðallinn í Sviss eru meðal tíu merkilegustu uppgötvana vísindanna á árinu sem er að líða, að mati Time. 15.12.2008 08:11 McCartney stóð að baki pólitík Bítlanna Bítillinn Paul McCartney heldur því fram að það hafi verið hann en ekki John Lennon sem stóð á bak við pólitískar skoðanir Bítlanna. 15.12.2008 07:55 Búist við milljónum þegar Obama sver eiðinn Búist er við að fimm milljónir manna komi saman í Washington til að fylgjast með því þegar Barack Obama sver embættiseið sinn sem fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna í janúar. 15.12.2008 07:53 Kirkja Söru Palin brann Kirkjan, sem fyrrverandi varaforsetaefnið Sarah Palin sækir í heimabæ sínum, Wasilla í Alaska, brann til grunna á föstudagskvöldið og grunar yfirvöld að þar hafi ekki verið um slys að ræða. 15.12.2008 07:50 Grikkir munu mótmæla daglega frá deginum í dag Grískir námsmenn hyggjast halda uppi daglegum mótmælum frá og með deginum í dag og hefjast þau með mótmælastöðu fyrir utan allar helstu lögreglustöðvar í borgum landsins. 15.12.2008 07:47 Flest börn vilja banna hjónaskilnaði Bann við hjónaskilnuðum er það sem flest börn myndu leiða í lög ef þau fengju að ráða. Þetta kemur fram í nýrri breskri könnun sem lögð var fyrir 1.600 börn. 15.12.2008 07:28 Grýtti skóm að George Bush George Bush Bandaríkjaforseta tókst naumlega að forða sér undan því að fá skó í höfuðið sem íraskur blaðamaður þeytti í átt að honum á blaðamannafundi í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær en forsetinn var staddur þar í eins konar kveðjuheimsókn. 15.12.2008 07:24 Eldsupptök í Ósló rannsökuð Rannsókn stendur nú yfir á því hvernig eldur kviknaði í íbúðablokk í Ósló aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að sex létust og 15 slösuðust. Lögregla er engu nær enn sem komið er. Hugsanlegt er að kveikt hafi verið í húsinu en eins líklegt þykir að um annars konar orsakir sé að ræða. 15.12.2008 07:22 Innbrot í gamla hersjúkrahúsið á Vallarheiði Enn var brotist inn í byggingu 710 á Vallarheiði um helgina, en þar rak Varnarliðið hersjúkrahús. Litlar skemmdir voru unnar, en ekki er vitað hverjir voru þar á ferð. 15.12.2008 07:18 Röktu slóð innbrotsþjófa í snjónum Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa, sem brotist höfðu inn í Lækjarskóla í Hafnarfirði og stolið þaðan tölvu og fleiri verðmætum hlutum. 15.12.2008 07:12 Höggið þungt fyrir elstu sjóðfélagana Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem Landsbankinn rekur, kappkostaði sölu á innlendum og erlendum hlutabréfum til að lágmarka áhættu sjóðsfélaga mánuðina fyrir bankahrunið. Fénu var að stórum hluta varið til kaupa á skuldabréfum viðskiptabankanna sem urðu nær verðlaus við setningu neyðarlaganna í október. 15.12.2008 07:00 Íslendingur keppir í Idaho Íþróttakonan Katrín Tryggvadóttir keppir fyrir Íslands hönd á alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum á næsta ári. 15.12.2008 06:30 Hætt við stækkun í Straumsvík og álveri á Bakka frestað Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. 15.12.2008 06:00 Uppbyggingin í Írak kostnaðarsamt klúður Uppbygging Bandaríkjamanna í Írak misheppnaðist vegna þess að engin stofnun ríkisstjórnarinnar bar ábyrgð á henni. Deilur milli skriffinna, vaxandi ofbeldi og vanþekking á íröksku samfélagi höfðu einnig áhrif á að uppbyggingin klúðraðist. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um uppbygginguna sem gerð var fyrir Bandaríkjastjórn og dagblaðið New York Times birti í gær. 15.12.2008 06:00 Vaxandi líkur á uppstokkun Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt sín á milli síðustu daga um mögulega uppstokkun í ríkisstjórninni. Er horft til þess að tilkynna umtalsverðar breytingar í síðasta lagi á ríkisráðsfundi með forseta Íslands um áramótin. 15.12.2008 05:30 Eigið fé fólks í fasteignum brennur upp Einn af hverjum tuttugu viðskiptavinum sem fengið hafa fasteignalán hjá bönkunum er með hærri lán áhvílandi en fasteignamat húsnæðisins. Það eru um 3.200 lán. Þetta kemur fram í tölum frá Fjármálaeftirlitinu. 15.12.2008 05:00 Byggja örugglega ekki hótelið Ríki og borg munu örugglega ekki byggja og eiga hótelið sem rísa á við hlið tón-listar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. „Það er mjög æskilegt að við finnum rekstraraðila eða framkvæmdaaðila sem vill byggja hótelið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Austurbakka, félagi sem ríki og borg eiga í sameiningu. 15.12.2008 04:00 Ökumenn skafi bílrúðurnar Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu. 15.12.2008 04:00 Bent á að fá sér aðra ruslatunnu „Mér var bara sagt að ég skyldi breyta innkaupunum,“ segir Þór Björnsson íbúi í Grindavík, sem er ekki sáttur við tíðni sorphirðu í bænum. Þar eru sorptunnur losaðar á tíu daga fresti en ekki vikulega eins og víða annars staðar. 15.12.2008 03:15 Einar mestu óeirðir til þessa Þrjátíu manns voru handteknir í fyrrinótt í einum mestu óeirðum sem brotist hafa út í Aþenu frá því að hinn 15 ára Alex Grygoropoulos var skotinn til bana af lögreglumanni á laugardaginn í síðustu viku. Þetta kom fram í gríska dagblaðinu Ta Nea í gær. 15.12.2008 03:00 Árni skiptir um skoðun á ESB Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að ESB. 14.12.2008 19:51 Börnin seld Límdur hefur verið borði yfir hvert einasta barn sem mynd er af á Barnaveggnum svo kallaða, á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Á límmiðanum stendur skrifuð upphæð sem gerendur virðast telja að hvert mannsbarn í landinu hafi verið skuldsett fyrir vegna bankahrunsins. Yfir borðann hefur verið stimplað orðið SELT. 14.12.2008 19:15 Óttast að foreldrar eigi ekki fyrir skólamáltíðum Skólastjóri Austurbæjarskóla vill að stjórnvöld taki ákvörðun um að hætta gjaldtöku fyrir heitan mat í skólum. Óttast er að æ fleiri foreldrar geti ekki greitt fyrir skólamáltíðir barna sinna. 14.12.2008 18:30 Búist við að 2000 heimili þurfi aðstoð hjálparstofnana Það stefnir í að vel yfir 2000 heimili sæki um aðstoð hjálparstofnana fyrir jól. Það er ríflega fjórðungsaukning milli ára. 14.12.2008 18:30 Ekkert öfugsnúið við hækkanir Fjármálaráðherra segir ekkert öfugsnúið við það að verðtryggð fasteignalán heimilanna hækki um tvöfalda þá upphæð sem ríkið fær í kassann af hækkun gjalda á bensín, áfengi og tóbak. Flestar ef ekki allar leiðir ríkisins til að auka tekjur hækki vísitölu og þar með skuldir heimilanna. 14.12.2008 18:42 Selur leitar öryggis hjá sýslumanni Ungur landselur gerði sig heimakominn á Lóninu í Seyðisfirði fyrr í dag. Hann hélt sig á ísskör neðan við sýsluskrifstofuna, sennilega í öryggisskyni, en frændi hans var drepinn af stangveiðimönnum í sumar í Fjarðará sem rennur í þetta sama Lón. 14.12.2008 16:13 Fast skotið á Gísla Martein Hress borgarstarfsmaður hefur auglýst eftir vel launuðu starfi sem krefst mjög lítils vinnuframlags. 14.12.2008 19:17 Óseldir bílar í bunkum vestanhafs Það eru ekki bara íslensku umboðin sem eiga í vandræðum með að selja bíla sína. Í landi bílsins, Bandaríkjunum, er einnig kreppa. 14.12.2008 19:00 Vandræðaleg beiðni um aðstoð Eini hryðjuverkamaðurinn sem komst lifandi frá árásinni á Mumbai á Indlandi á dögunum hefur beðið yfirvöld í Pakistan um aðstoð vegna þess að enginn indverskur lögfræðingur vill verja hann. 14.12.2008 17:45 Sjá næstu 50 fréttir
Líkur á breytingum í ríkisstjórn fyrir áramót Engar ákvarðanir hafa verið teknar um breytingar á skipan ráðherra Samfylkingarinnar í ríkisstjórninni. Frétt Ríkissjónvarpsins frá því í gærkvöldi er byggð á sögusögnum en slakri heimildaöflun. Þetta kemur fram í tölvupósti sem Skúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar sendi trúnaðarmönnum í Samfylkingunni i dag. 15.12.2008 15:34
Kompás í kvöld: Lögmaður hótar lögsókn Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, hefur sent fréttaskýringaþættinum Kompási bréf fyrir hönd umbjóðanda síns Björgvins Þorsteinssonar. Í bréfinu segir, að verði auglýstur Kompásþáttur sem er á dagskrá í kvöld sýndur með óbreyttu sniði, sé Björgvini nauðugur einn sá kostur að höfða skaðabótamál á hendur 365 hf. 15.12.2008 14:28
Mugabe sakar Botswana um að brugga sér launráð Ráðamenn í Simbabve segja yfirvöld í nágrannaríkinu Botsvana leggja á ráðin um að steypa Robert Mugabe forseta landsins og þjálfi til þess herskáa stjórnarandstæðinga. Mugabe á undir högg að sækja vegna mannskæðs kólerufaraldurs í Simbabve sem nágrannar óttast að breiðist út. 15.12.2008 14:05
Virkt umferðareftirlit við Eyjafjörð Lögreglan á Eyjafjarðarsvæðinu stöðvaði í síðustu viku 823 ökumenn á Akureyri, Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði, en undanfarið hefur lögreglan verið með sérstakt eftirlit með ölvunar- og vímuefnaakstri þar. 15.12.2008 13:48
Yfirlýsing blaðamanna DV Blaðamenn DV senda frá sér yfirlýsingu í tilefni skrifa Jóns Bjarka Magnússonar fyrrverandi blaðamanns DV. Þar segjast þeir vera ósérhlífnir og þjóni eingöngu sannleikanum og almenningi í heiðarlegri viðleitni til að upplýsa um málefni sem oftar en ekki brenna á þjóðinni. 15.12.2008 13:41
Rangt haft eftir Þorgerði varðandi ESB Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins segist aldrei hafa sagt að Evrópusambandið væri okkar eini möguleiki líkt og norska dagblaðið Klassekampen heldur fram í dag. Þorgerður segist hafa farið í viðtal við blaðið fyrir 10 dögum og þar hafi hún sagt að við ættum að fara í aðildarviðræður. Hún stendur við þá skoðun sína. 15.12.2008 13:16
Dæmt í Keilufellsárás - Þyngsti dómurinn þrjú og hálft ár Fjórir pólskir karlmenn hlutu dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir húsbrot og sérstaklega hættulega líkamsárás í Keilufelli þann 22. mars síðastliðinn. Einn mannana, Tomasz Krzysztof Jagiela, hlaut þriggja og hálfs árs fangelsisdóm en þeir Marcin Labuhn, Robert Kulaga og Tomasz Roch Dambski voru dæmdir í tvö og hálft ár. 15.12.2008 13:14
Stöðvaði ekki fréttina Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtings, sem gefur út DV segist ekki hafa gert neina kröfu um að birting fréttar um Sigurjón Árnason, fyrrveranda Landsbankastjóra, yrði stöðvuð. 15.12.2008 12:33
Siv um fjárlagaumræðuna: „Er þetta djók?“ Þingmenn stjórnarandstöðunnar gagnrýndu vinnuna við fjárlög harðlega á Alþingi í dag. Kvartað var yfir því að þegar tillögur um niðurskurð frá ríkisstjórn hafi borist hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að leggja mat á tillögurnar ekki legið fyrir. Ómögulegt hafi því verið að taka afstöðu til málsins en nú stendur yfir önnur umræða fjárlaga og ætti því að fresta afgreiðslunni. 15.12.2008 11:59
Krefjast kosningar um deiliskipulag vegna stækkunar í Straumsvík Áhugafólk um stækkun álversins í Straumsvík ætlar, á morgun, að afhenda bæjarstjórn Hafnarfjarðar undirskriftir 5000 kjörbærra Hafnfirðinga þar sem farið er fram á kosningu um deiliskipulag vegna stækkunar álversins í Straumsvík. 15.12.2008 11:46
Framkvæmdir við Reykjanesbraut Vegna framkvæmda við nýja brú á mótum Reykjanesbrautar og Vífilsstaðavegar geta vegfarendur búist við breytingum á umferðarstefnum í dag og á morgun. 15.12.2008 11:17
FME og Seðlabanki ekki sameinað fyrir áramót Geir H. Haarde forsætisráðherra sagði á Alþingi fyrir stundu að hugmyndin um að færa Fjármálaeftirlitið að nýju undir Seðlabanka Íslands væri enn til athugunar. Hann sagði þetta þó eilítið flóknara því til þess að svo geti orðið þurfi lagabreytingu og því gerist það ekki fyrir áramót. 15.12.2008 11:05
Kristján Þór hefur ekki fengið bónorðið „Það er ekki mitt að dæma um það," segir Kristján Þór Júlíusson þegar Vísir spyr hann að því hvort eitthvað sé hæft í því að hann verði ráðherra. 15.12.2008 11:02
Kannast ekki við að hætt hafi verið við stækkun í Straumsvík Össur Skarphéðinnson iðnaðarráðherra segist ekki kannast við að forsvarsmenn Rio Tinto Alcan hafi greint honum frá því að hætt hafi verið við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í dag. 15.12.2008 10:52
Dómsmálaráðherra útilokar ekkert Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ekki útiloka neitt þegar spurt sé að því hvort hann sé á leið úr ríkisstjórn eða hvort að ríkisstjórnin springi. 15.12.2008 09:47
Heildarafli íslenskra skipa minni en í fyrra Heildarafli íslenskra skipa í nóvember, metinn á föstu verði, var 4,1% meiri en í nóvember 2007. Það sem af er árinu hefur aflinn hins vegar dregist saman um 3,5% miðað við sama tímabil 2007, sé hann metinn á föstu verði. 15.12.2008 09:28
Öreindahraðallinn merkilegustu vísindin 2008 að mati Time Norðurpóllinn á Mars og öreindahraðallinn í Sviss eru meðal tíu merkilegustu uppgötvana vísindanna á árinu sem er að líða, að mati Time. 15.12.2008 08:11
McCartney stóð að baki pólitík Bítlanna Bítillinn Paul McCartney heldur því fram að það hafi verið hann en ekki John Lennon sem stóð á bak við pólitískar skoðanir Bítlanna. 15.12.2008 07:55
Búist við milljónum þegar Obama sver eiðinn Búist er við að fimm milljónir manna komi saman í Washington til að fylgjast með því þegar Barack Obama sver embættiseið sinn sem fertugasti og fjórði forseti Bandaríkjanna í janúar. 15.12.2008 07:53
Kirkja Söru Palin brann Kirkjan, sem fyrrverandi varaforsetaefnið Sarah Palin sækir í heimabæ sínum, Wasilla í Alaska, brann til grunna á föstudagskvöldið og grunar yfirvöld að þar hafi ekki verið um slys að ræða. 15.12.2008 07:50
Grikkir munu mótmæla daglega frá deginum í dag Grískir námsmenn hyggjast halda uppi daglegum mótmælum frá og með deginum í dag og hefjast þau með mótmælastöðu fyrir utan allar helstu lögreglustöðvar í borgum landsins. 15.12.2008 07:47
Flest börn vilja banna hjónaskilnaði Bann við hjónaskilnuðum er það sem flest börn myndu leiða í lög ef þau fengju að ráða. Þetta kemur fram í nýrri breskri könnun sem lögð var fyrir 1.600 börn. 15.12.2008 07:28
Grýtti skóm að George Bush George Bush Bandaríkjaforseta tókst naumlega að forða sér undan því að fá skó í höfuðið sem íraskur blaðamaður þeytti í átt að honum á blaðamannafundi í Baghdad, höfuðborg Íraks, í gær en forsetinn var staddur þar í eins konar kveðjuheimsókn. 15.12.2008 07:24
Eldsupptök í Ósló rannsökuð Rannsókn stendur nú yfir á því hvernig eldur kviknaði í íbúðablokk í Ósló aðfaranótt laugardags með þeim afleiðingum að sex létust og 15 slösuðust. Lögregla er engu nær enn sem komið er. Hugsanlegt er að kveikt hafi verið í húsinu en eins líklegt þykir að um annars konar orsakir sé að ræða. 15.12.2008 07:22
Innbrot í gamla hersjúkrahúsið á Vallarheiði Enn var brotist inn í byggingu 710 á Vallarheiði um helgina, en þar rak Varnarliðið hersjúkrahús. Litlar skemmdir voru unnar, en ekki er vitað hverjir voru þar á ferð. 15.12.2008 07:18
Röktu slóð innbrotsþjófa í snjónum Lögreglumenn gómuðu tvo innbrotsþjófa, sem brotist höfðu inn í Lækjarskóla í Hafnarfirði og stolið þaðan tölvu og fleiri verðmætum hlutum. 15.12.2008 07:12
Höggið þungt fyrir elstu sjóðfélagana Íslenski lífeyrissjóðurinn, sem Landsbankinn rekur, kappkostaði sölu á innlendum og erlendum hlutabréfum til að lágmarka áhættu sjóðsfélaga mánuðina fyrir bankahrunið. Fénu var að stórum hluta varið til kaupa á skuldabréfum viðskiptabankanna sem urðu nær verðlaus við setningu neyðarlaganna í október. 15.12.2008 07:00
Íslendingur keppir í Idaho Íþróttakonan Katrín Tryggvadóttir keppir fyrir Íslands hönd á alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum á næsta ári. 15.12.2008 06:30
Hætt við stækkun í Straumsvík og álveri á Bakka frestað Rio Tinto Alcan er hætt við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Einnig er ljóst að fyrirhuguð bygging álvers á Bakka verður ekki á dagskrá næstu árin. Landsvirkjun og Þeistareykir hf. hafa samþykkt að ganga til könnunarviðræðna við áhugasama orkukaupendur. 15.12.2008 06:00
Uppbyggingin í Írak kostnaðarsamt klúður Uppbygging Bandaríkjamanna í Írak misheppnaðist vegna þess að engin stofnun ríkisstjórnarinnar bar ábyrgð á henni. Deilur milli skriffinna, vaxandi ofbeldi og vanþekking á íröksku samfélagi höfðu einnig áhrif á að uppbyggingin klúðraðist. Þetta kemur fram í drögum að skýrslu um uppbygginguna sem gerð var fyrir Bandaríkjastjórn og dagblaðið New York Times birti í gær. 15.12.2008 06:00
Vaxandi líkur á uppstokkun Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt sín á milli síðustu daga um mögulega uppstokkun í ríkisstjórninni. Er horft til þess að tilkynna umtalsverðar breytingar í síðasta lagi á ríkisráðsfundi með forseta Íslands um áramótin. 15.12.2008 05:30
Eigið fé fólks í fasteignum brennur upp Einn af hverjum tuttugu viðskiptavinum sem fengið hafa fasteignalán hjá bönkunum er með hærri lán áhvílandi en fasteignamat húsnæðisins. Það eru um 3.200 lán. Þetta kemur fram í tölum frá Fjármálaeftirlitinu. 15.12.2008 05:00
Byggja örugglega ekki hótelið Ríki og borg munu örugglega ekki byggja og eiga hótelið sem rísa á við hlið tón-listar- og ráðstefnuhússins við Reykjavíkurhöfn. „Það er mjög æskilegt að við finnum rekstraraðila eða framkvæmdaaðila sem vill byggja hótelið,“ segir Júlíus Vífill Ingvarsson, stjórnarmaður í Austurbakka, félagi sem ríki og borg eiga í sameiningu. 15.12.2008 04:00
Ökumenn skafi bílrúðurnar Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu. 15.12.2008 04:00
Bent á að fá sér aðra ruslatunnu „Mér var bara sagt að ég skyldi breyta innkaupunum,“ segir Þór Björnsson íbúi í Grindavík, sem er ekki sáttur við tíðni sorphirðu í bænum. Þar eru sorptunnur losaðar á tíu daga fresti en ekki vikulega eins og víða annars staðar. 15.12.2008 03:15
Einar mestu óeirðir til þessa Þrjátíu manns voru handteknir í fyrrinótt í einum mestu óeirðum sem brotist hafa út í Aþenu frá því að hinn 15 ára Alex Grygoropoulos var skotinn til bana af lögreglumanni á laugardaginn í síðustu viku. Þetta kom fram í gríska dagblaðinu Ta Nea í gær. 15.12.2008 03:00
Árni skiptir um skoðun á ESB Árni Mathiesen vill að þjóðin fái að kjósa um aðild að Evrópusambandinu. Þetta sagði hann í þættinum Mannamál í kvöld. Árni sagði að sér hefði snúist hugur. Honum hefði hingað til ekki hugnast aðild að bandalaginu í vegna sjávarútvegsins og auðlindastjórnunar. Nú væri hann hinsvegar þeirrar skoðunar að skoða ætti af fullri alvöru aðild að ESB. 14.12.2008 19:51
Börnin seld Límdur hefur verið borði yfir hvert einasta barn sem mynd er af á Barnaveggnum svo kallaða, á horni Lækjargötu og Austurstrætis. Á límmiðanum stendur skrifuð upphæð sem gerendur virðast telja að hvert mannsbarn í landinu hafi verið skuldsett fyrir vegna bankahrunsins. Yfir borðann hefur verið stimplað orðið SELT. 14.12.2008 19:15
Óttast að foreldrar eigi ekki fyrir skólamáltíðum Skólastjóri Austurbæjarskóla vill að stjórnvöld taki ákvörðun um að hætta gjaldtöku fyrir heitan mat í skólum. Óttast er að æ fleiri foreldrar geti ekki greitt fyrir skólamáltíðir barna sinna. 14.12.2008 18:30
Búist við að 2000 heimili þurfi aðstoð hjálparstofnana Það stefnir í að vel yfir 2000 heimili sæki um aðstoð hjálparstofnana fyrir jól. Það er ríflega fjórðungsaukning milli ára. 14.12.2008 18:30
Ekkert öfugsnúið við hækkanir Fjármálaráðherra segir ekkert öfugsnúið við það að verðtryggð fasteignalán heimilanna hækki um tvöfalda þá upphæð sem ríkið fær í kassann af hækkun gjalda á bensín, áfengi og tóbak. Flestar ef ekki allar leiðir ríkisins til að auka tekjur hækki vísitölu og þar með skuldir heimilanna. 14.12.2008 18:42
Selur leitar öryggis hjá sýslumanni Ungur landselur gerði sig heimakominn á Lóninu í Seyðisfirði fyrr í dag. Hann hélt sig á ísskör neðan við sýsluskrifstofuna, sennilega í öryggisskyni, en frændi hans var drepinn af stangveiðimönnum í sumar í Fjarðará sem rennur í þetta sama Lón. 14.12.2008 16:13
Fast skotið á Gísla Martein Hress borgarstarfsmaður hefur auglýst eftir vel launuðu starfi sem krefst mjög lítils vinnuframlags. 14.12.2008 19:17
Óseldir bílar í bunkum vestanhafs Það eru ekki bara íslensku umboðin sem eiga í vandræðum með að selja bíla sína. Í landi bílsins, Bandaríkjunum, er einnig kreppa. 14.12.2008 19:00
Vandræðaleg beiðni um aðstoð Eini hryðjuverkamaðurinn sem komst lifandi frá árásinni á Mumbai á Indlandi á dögunum hefur beðið yfirvöld í Pakistan um aðstoð vegna þess að enginn indverskur lögfræðingur vill verja hann. 14.12.2008 17:45