Innlent

Selur leitar öryggis hjá sýslumanni

Selurinn hefur talið vænlegast að halda sig nærri sýslumanninum.
Selurinn hefur talið vænlegast að halda sig nærri sýslumanninum. MYND/Magnús Jónasson

Ungur landselur gerði sig heimakominn á Lóninu í Seyðisfirði fyrr í dag. Hann hélt sig á ísskör neðan við sýsluskrifstofuna, sennilega í öryggisskyni,

en frændi hans var drepinn af stangveiðimönnum í sumar í Fjarðará sem rennur í þetta sama Lón.



Öryggið við húsgafl yfirvaldsins var því vel þegið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×