Innlent

Íslendingur keppir í Idaho

Katrín Tryggvadóttir
Katrín Tryggvadóttir mynd/íf

Íþróttakonan Katrín Tryggvadóttir keppir fyrir Íslands hönd á alþjóðavetrarleikum Special Olympics í Idaho í Bandaríkjunum á næsta ári.

Katrín, sem þjálfað hefur með listhlaupadeild Skautafélagsins Bjarnarins undir leiðsögn Helgu Olsen þjálfara, keppir í listhlaupi á skautum á vetrarleikunum.

Hún fer út á vegum Íþróttasambands fatlaðra.

Alþjóðavetrarleikarnir eru haldnir fjórða hvert ár og munu alls 2.500 keppendur frá 113 löndum taka þátt að þessu sinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×