Innlent

Kannast ekki við að hætt hafi verið við stækkun í Straumsvík

Össur Skarphéðinsson.
Össur Skarphéðinsson.

Össur Skarphéðinnson iðnaðarráðherra segist ekki kannast við að forsvarsmenn Rio Tinto Alcan hafi greint honum frá því að hætt hafi verið við fyrirhugaða stækkun álversins í Straumsvík. Þetta kom fram í máli ráðherrans á Alþingi í dag.

Í Fréttablaðinu í dag er greint frá því að Jacynthe Cote, forstjóri fyrirtækisins hafi tilkynn Össuri um það á miðvikudag í síðustu viku að fyrirhuguð fjörutíu þúsund tonna stækkun í Straumsvík væri út af borðinu.

Össur segist ekki hafa lagt þennan skilning í samtalið og bætti því við að fréttin í blaðinu hafi ekki verið borin undir hann áður en hún var birt. Hann fór þó ekki nánar út í hvað hafi verið rætt í samtalinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×