Fleiri fréttir

Stúdentar æfir yfir niðurskurði

Stúdentaráð Háskóla Íslands gerir alvarlegar athugasemdir við þá tillögu ríkisstjórnar að skerða framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna og Háskóla Íslands.

Vilja að tillögur að Landsbankahöfuðstöðvum verði sýndar

Arkitektar vilja að leynd verði aflétt af tillögum í samkeppni upp á hundruð milljóna um höfuðstöðvar Landsbankans við Reykjavíkurhöfn. Bankinn treystir sér ekki til að birta niðurstöðurnar. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag.

Segir félag Kristjáns ekki fá sérmeðferð

Eignarhaldsfélag eiginmanns menntamálaráðherra um hlut hans í gamla Kaupþingi fær enga sérmeðferð og farið verður með það eins og öll önnur félög á Íslandi, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra.

Hnífsstungufórnarlamb komið af gjörgæslu

Drengurinn sem var stunginn á Hverfisgötunni í gærmorgun er kominn af gjörgæsludeild. Pilturinn var stunginn vinstra megin í brjósthol, og voru áverkarnir mjög alvarlegir. Líðan hans er eftir atvikum.

Segja þriðja hvern Íslending vilja úr landi

Norska blaðið Aftenposten segir í dag að þriðji hver Íslendingur þrái að komast úr landi í kreppunni. Birt er viðtal við hjónin Halldór Kristjánsson og Heiðdísi Hermannsdóttur sem eru að flytja til Noregs ásamt þrem börnum sínum. Með í för þeirra verður einnig sautján ára bróðir Halldórs. Aftenposten birtir mynd af þeim í dyrum gáms sem geymir búslóð þeirra.

Skíðasvæðin á Norðurlandi opin í dag

Skíðasvæði Norðanlands eru opin í dag. Í Hlíðarfjalli á Akureyri verður opið til klukkan fjögur og einnig skíðasvæðið í Tindastól við Sauðárkrók. Nú er fimm gráðu frost, vindur mælist fjórir metrar á sekúndu og það er mikill og góður snjór í Tindastólnum. Sömu sögu er að segja af skíðasvæðinu í Skarðsdal á Siglufirði. Þar er harðpakkaður troðinn snjór, gott veður og færi fyrir alla. Þar verður opið til fimm.

Geir óttast ekki klofning vegna Evrópustefnu

Geir H. Haarde forsætisráðherra óttast ekki að Sjálfstæðisflokkurinn klofni þegar Evrópumálin verða gerð upp á landsfundi flokksins í janúar. Geir er í ítarlegu viðtali við Fréttablaðið í dag. Þar er hann spurður hvort hann óttist klofning við uppgjörið.

Þrír létust í Afganistan

Þrír kanadiskir hermenn létu lífið í Afganistan í gær þegar sprengja sprakk við brynvarða bifreið þeirra. Í borginni Kandahar létust fjórir afganskir lögreglumenn og tólf særðust í öðru sprengjutilræði. Talibanar hafa sig sífellt meira í frammi í Afganistan og virðist alþjóðlegu friðargæsluliði ganga lítið að hemja þá.

Brown vill aðstoða Indverja

Gordon Brown, forsætisráðherra Bretlands hefur boðið Indverjum aðstoð í baráttunni við hryðjuverkamenn. Brown er í opinberri heimsókn á Indlandi. Hann sagði við komuna þangað að illviljaðir menn notuðu góð trúarbrögð í illum tilgangi. Allar þjóðir heims þyrftu að sameinast í baráttunni gegn þeim. Bretar vildu leggja sitt af mörkum og væru reiðubúnir að aðstoða bæði Indverja og aðrar þjóðir.

Keyrðu undir áhrifum fíkniefna

Tveir ökumenn voru teknir í umdæmi lögreglunnar á Selfossi í nótt grunaðir um að aka undir áhrifum fíkniefna. Tekin var skýrsla af mönnunum og þeim síðan sleppt, en þeir mega búast við kæru.

Einn gisti fangageymslur

Nokkur erill var í miðbænum í Reykjavík fram eftir nóttu. Einn var handtekinn á lækjartorgi vegna minniháttar líkamsárásar. Árásarmaðurinn var ölvaður. Sá gistir fangageymslur, en tekin verður af honum skýrsla þegar rennur af honum.

Eldur á Players

Eldur kom upp á skemmtistaðnum Players í Kópavogi um áttaleitið í morgun, þegar kviknaði í gardínu. Starfsmaður sem var við vinnu á staðnum náði að slökkva eldinn. Slökkvilið var kallað til og reykræsti staðinn. Ekki er talið að skemmdir séu miklar. Þá kviknaði í fólksbíl við Baugakór í Kópavogi í nótt. Ekki er talið að um íkveikju sé að ræða, en bíllinn er óökufær.

Fjöldi húsa stendur auður á Austurlandi

Mörg hús standa auð á Egilsstöðum og Reyðarfirði. Þar var fjöldi húsa byggður vegna framkvæmda við Kárahnjúkavirkjun. Samdráttur hefur áhrif á fjárhagsáætlanir sveitarfélaganna og erfiðlega gengur að ljúka þeim.

Varar andstæðinga Bandaríkjanna við

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir það mikil mistök ef andstæðingar þeirra ætli að gera nýrri ríkisstjórn Baracks Obama grikk.

Leitar allra leiða til að forðast uppsagnir

Markmið forstjóra Landspítalans er að forðast uppsagnir starfsfólks þrátt fyrir kröfu um mikinn niðurskurð. Kjarnastarfsemi spítalans verður ekki skert við niðurskurð. Verkefni sem falla utan hennar gætu verið boðin út á næstunni.

Rússnesk dís sigurvegari

Kseniya Sukhinova frá Rússlandi var krýnd Ungfrú heimur við hátíðlega athöfn í Jóhannesarborg í gær. Hin ljóshærða Sukhinova, sem stundar verkfræðinám, geislaði af kynþokka þegar hún tók við kórónunni. Hún var einnig kjörin besta fyrirsætan auk þess sem hún varð þriðja í sundfatakeppninni.

Hnífamaður áfram inni

Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir Sævari Sævarssyni, til fimmtudagsins 26. mars. Sævar var nýlega dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps. Hann réðst á mann á Hverfisgötu og stakk hann með hnífi í bak og vinstri framhandlegg. Fórnarlambið hlaut stungusár í brjóstholi og lunga, með loftbrjósti og blæðingu í brjóstholi, auk fleiri áverka. Dómnum var áfrýjað til Hæstaréttar og situr maðurinn í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur þar.- jss

Lögreglan gaf fólki kakóbolla

Um eitt þúsund manns söfnuðust saman á Austurvelli í gær þar sem ríkisstjórn landsins og efnahagsástandinu var mótmælt. Í þetta sinn sýndi fólk samstöðu sína með sautján mínútna þögn í stað þess að hlusta á ræður. Á Akureyri gengu um 150 manns frá Samkomuhúsinu og niður á Ráðhústorg í vikulegu mótmælunum þar í bæ sem bera yfirskriftina Virkjum lýðræðið. Lögreglan á Akureyri lét ekki sitt eftir liggja og gaf almenningi kakóbolla í kuldanum á Ráðhústorginu. Guðmundur Ármann listamálari, Þorsteinn Pétursson lögreglumaður og Guðrún Þórs myndlistarnemi tóku til máls á fundinum. Framhald verður á mótmælum næstu laugardaga. - fb

Sveitarfélögin skoða ESB-aðild

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga samþykkti í gær að framkvæmdastjóri samtakanna hefði forystu um að kanna hagsmuni sveitarfélaga af inngöngu Íslands í Evrópusambandið og þátttöku í Evrópusamvinnu á vettvangi þess.

Ekið á hreindýr

Fólksbíl var ekið á hreindýr í gærmorgun á hringveginum á Möðrudalsöræfum. Að sögn lögreglunnar á Egilsstöðum skemmdist bíllinn lítilsháttar og aflífa þurfti hreindýrið.

Óttast að faraldur brjótist út

Greinst hefur lyfjaþolin laxalús á fjórum laxeldisstöðvum í Noregi. Hagsmunasamtök vara við því að um mjög alvarlegt vandamál geti verið að ræða og skora á norska sjávarútvegsráðherrann að grípa til aðgerða. Telja þau að faraldur geti brotist út en sérfræðingur í fisksjúkdómafræðum telur að það sé ólíklegt.

Þrír slógust í fjölbýlishúsi

Einn maður fékk skurð á höfuð eftir slagsmál við tvo aðra menn í fjölbýlishúsi í Þorlákshöfn um hálfníu leytið í gærmorgun. Að sögn lögreglunnar á Selfossi litu meiðsli mannsins alvarlega út í fyrstu en þau reyndust vera minni þegar upp var staðið.

Breska lögreglan gerði mistök

Bretland, AP Breskur kviðdómur komst á föstudag að þeirri niðurstöðu að breska lögreglan hefði gerst brotleg við lög þegar hún skaut ungan Brasilíumann á lestarstöð í London sumarið 2005.

Piltur stunginn með hnífi

Átján ára piltur var stunginn með hnífi í brjóstholið fyrir utan skemmtistað á Hverfisgötu í Reykjavík snemma í gærmorgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar.

Sex fórust og tólf slösuðust

Sex manns fórust og tólf slösuðust í miklum eldsvoða sem varð í fimm hæða fjölbýlishúsi við Urtegata í Ósló snemma í gær.

Útilokar ekki framboð

Gunnar Bragi Sveinsson, sveitarstjórnarmaður í Skagafirði, útilokar ekki að bjóða sig fram til formanns Framsóknarflokksins á næsta ári. Í samtali við héraðsfréttablaðið Feykir.is segir hann að einnig komi til greina framboð í einhver af æðri embættum flokksins.

Árásarmaðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald

Maður um tvítugt sem stakk jafnaldra sinn fyrir utan skemmtistað við Hverfisgötu snemma í morgun hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 18 desember. Mennirnir þekktust, en ekki er vitað nánar hvaða tengsl voru þeirra á milli. Maðurinn var stunginn vinstra megin í brjósthol og voru áverkarnir lífshættulegir. Líðan hans er þó stöðug.

Indverskar herþotur í leyfisleysi í Pakistanskri lofthelgi

Pakistönsk yfirvöld segja að indverskar herþotur hafi farið í óleyfi inn í pakistanska lofthelgi í dag. Upplýsingaráðherra Pakistans sagði áhyggjur af málinu óþarfar. Indversk stjórnvöld hefðu sagt þetta óvart gert.

Þorgerður ætlar ekki í formannsslag

Sterkur orðrómur er á kreiki um að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins fái mótframboð á landsfundi flokksins eftir áramót. Hún ætlar ekki í formannsslag við Geir H. Haarde og segir að þeir sem renni hýru augu til formannsstólsins ofmeti eigið ágæti.

Einn á móti eldsneytishækkunum

Ekki greiddu allir alþingismenn atkvæði með frumvarpi um eldsneytishækkir sem afgreitt var á mettíma úr þinginu í fyrradag. Það gerði Grétar Mar Jónsson þingmaður Frjálslyndra ekki, einn þingmanna.

Valdabarátta í Valhöll

Mikið valdatafl er komið upp í Valhöll í aðdraganda landsfundar Sjálfstæðisflokksins í janúar. Þetta staðfesti Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður og náinn stuðningsmaður Guðlaugs Þórs Þórðarsonar heilbrigðisráðherra í viðtali við Björn Inga í Markaðnum í morgun.

Fimm ár frá handtöku Saddams

Ólíkt sonum sínum þeim Uday og Qusay sem féllu í kúlnahríð í bardaga við bandaríska hermenn var Saddam Hussein dreginn eins og rotta upp úr holu sinni á bóndabæ í grennd við heimabæ sinn Tikrit.

Ítalía er að sökkva

Það eru nú ekki aðeins Feneyjar sem eiga á hættu að sökkva í sæ heldur Ítalía eins og hún leggur sig.

Allt bendir til kosninga áður en kjörtímabilið er á enda

Ef landsfundur Sjálfstæðismanna samþykkir ekki að sækja um aðild að Evrópusambandinu er mjög líklegt að þurfi að ganga til kosninga. Þetta sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra í þættinum vikulokin á Rás 1 í morgun.

Unglingspiltur alvarlega særður eftir hnífsstungu

Átján ára piltur var stunginn með hnífi við Hverfisgötu í Reykjavík snemma í morgun. Árásarmaðurinn, piltur á svipuðum aldri, fór af vettvangi en var handtekinn nokkru síðar. Áverkar þolandans eru alvarlegir og mun lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leggja fram kröfu um gæsluvarðhald yfir árásarmanninum síðar í dag.

HR í nýsköpunarsamstarfi

Háskólanum í Reykjavík hefur verið boðið að verða einn af hornsteinum Global Entrepreneurship Monitor rannsóknarinnar, sem er ein umfangsmesta alþjóðlega rannsókn á frumkvöðlasamstarfi í heiminum.

Segja sérfræðiteymið dulbúinn niðurskurð

Stofnun svokallaðs sérfræðiteymis í málefnum unglinga, sem velferðarráð Reykjavíkur samþykkti í gær, er dulbúinn niðurskurður fullyrða fulltrúar minnihlutans.

Fleiri styðja aðildarviðræður við ESB

Heldur fleiri aðildarfélaga Samtaka atvinnulífsins styðja aðildarviðræður að Evrópusambandinu en eru gegn því, samkvæmt könnun sem samtökin gerðu og Björn Bjarnason dómsmálaráðherra greinir frá á heimasíðu sinni.

Sjá næstu 50 fréttir