Innlent

Ökumenn skafi bílrúðurnar

Þeir ökumenn sem hirða ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna geta átt yfir höfði sér 5 þúsund króna sekt.
Þeir ökumenn sem hirða ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna geta átt yfir höfði sér 5 þúsund króna sekt. Fréttablaðið/Vilhelm

Nokkuð hefur borið á því undanfarið að ökumenn hirði ekki um að skafa snjó af rúðum bíla sinna en með slíku háttalagi setja ökumenn sjálfa sig og aðra vegfarendur í talsverða hættu.

Lögreglan hefur haft afskipti af mörgum ökumönnum fyrir áðurnefndar sakir, meðal annars við leik- og grunnskóla þar sem lítið má út af bregða í skammdeginu. Í tilkynningu frá lögreglunni biður hún ökumenn að taka sig á og skafa af bílrúðum en með því sé öryggi allra betur tryggt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×