Innlent

Innbrot í gamla hersjúkrahúsið á Vallarheiði

Vallarheiði.
Vallarheiði. MYND/Víkurfréttir

Enn var brotist inn í byggingu 710 á Vallarheiði um helgina, en þar rak Varnarliðið hersjúkrahús. Litlar skemmdir voru unnar, en ekki er vitað hverjir voru þar á ferð.

Engin lyf eru geymd þar lengur og öll verðmæti hafa verið fjarlægð. Helst leikur grunur á að unglingar séu að gera sér þetta að leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×