Innlent

Fast skotið á Gísla Martein

Hress borgarstarfsmaður hefur auglýst eftir vel launuðu starfi sem krefst mjög lítils vinnuframlags.

Flennistór auglýsing þessa efnis birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Fram kemur að borgarstarfsmaðurinn hressi sé að hugsa um að fara til náms erlendis um óákveðinn tíma og hafi því mjög takmarkaðan tíma til að sinna starfinu.

Margt komi til greina, þó helst mjög þýðingarmikið starf sem gæti haft áhrif á kjör almennings í landinu til frambúðar.

Starf borgarfulltrúa hlýtur að koma sterklega til greina, en það er jú aðeins einn í þeirra hópi sem er við nám í útlöndum samhliðahliða starfinu, Gísli Marteinn Baldursson. Því má leiða að því líkur að auglýsingin sé birt honum til höfuðs.

Einnig segir hressi borgarstarfsmaðurinn að þar sem hann sé jú á leið í nám erlendis þurfi allur ferðakostnaður að greiðast af vinnuveitanda sem og sími, nettenging ásamt fullkomnum tölvubúnaði af viðurkenndri gerð. Þá er tekið fram að hann hafi víðtæku reynslu af ýmsum störfum, sé góður spjallari og komi einkar vel fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×