Fleiri fréttir

Ósanngjarnt að niðurskurðurinn skuli bitna á börnum

Það er ákaflega ósanngjarnt að niðurskurður á fjárlögum skuli bitna á börnum sem glíma við geðraskanir, segir Ingibjörg Karlsdóttir, formaður ADHD samtakanna. „Vegna þess að þjónustu við þennan hóp hefur verið mjög ábótavant um árabil,“ segir Ingibjörg.

Ríkisstjórn Belgíu segir af sér

Ríkistjórn Belgíu hefur boðist til að segja af sér, eftir að hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að stjórnin hefði reynt að hafa áhrif á úrskurð dómstóla í tengslum við fall Fortis bankans.

Útilokar ekki skattahækkanir

Ríkisstjórnin boðar allt að 50 milljarða króna niðurskurð í fjárlögum fyrir næsta ár. Þrátt fyrir hækkun ýmissa gjalda sem hækkun tekjuskatts upp á eitt prósentustig er gert ráð fyrir að ríkisjóður verði rekinn með um 170 milljarða krónu halla.

Kominn út fyrir tólf mílur á stolnu björgunarskipi

Íslendingur um þrítugt, sem stal Ingibjörgu, fjörutíu tonna björgunarskipi, frá Höfn í Hornafirði í morgun, stefndi hraðbyri til Evrópu þegar hann fékk á sig brotsjó suður af landinu. Hann sneri þá við en með ólíkindum þykir að manninum, sem hafði enga skipstjórnarreynslu, skyldi takast að sigla tvívegis um Hornafjarðarós í mikilli ölduhæð með stýrið læst.

70 prósenta samdráttur í barnageðlækningum

Sjötíu prósenta samdráttur verður á þjónustu í barnageðlækningum við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri eftir uppsögn verksamnings, að mati barnageðlæknis við sjúkrahúsið. Hann segir væntanlega hægt að verja ákvörðunina þar sem menn með viti séu sagðir hafa tekið hana. Það ætli hann hins vegar ekki að gera.

Þorskkvóti í Norðursjó aukinn

Sjávarútvegsráðherrar Evrópusambandsins náðu í dag samkomulagi um að auka þorskveiðikvóta í Norðursjó um 30 prósent. Veiðar á ýmsum öðrum tegundum verða skornar niður. Þúsundir starfa hafa tapast í sjávarútvegi í ríkjum Evrópusambandsins á síðustu tíu árum, vegna minnkandi fiskistofna. Stjórn Evrópusambandsins segir að alltof stór floti sambandsríkjanna geri uppbyggingu fiskistofna erfiða.

Atvinnuleysið kemur verst við þá yngstu

Atvinnuleysi bitnar harðast á yngsta fólkinu á vinnumarkaði. Nemendur sem útskrifuðust í dag eru uggandi um framtíðina. Rúmlega níu þúsund manns eru skráðir atvinnulausir sem þýðir 5,5% atvinnuleysi.

Dauðsfall ekki rakið til rafbyssu

Myndir af því þegar Pólverjinn Róbert Dziekanski gekk berserksgang með ópum og óhljóðum á flugvellinum í Vancouver í október á síðasta ári vöktu óhug um allan heim.

Boða til mótmæla í Bónus á Þorláksmessu

Hópur mótmælenda kom saman á Laugaveginum nú klukkan fimm og dreifði nammipokum til vegfarenda. Í pokunum var súkkulaði en einnig áskorun sem ber yfirskriftina "Sveltum svínið". Í henni er fólk hvatt til þess að fara í næstu Bónusverslun á Þorláksmessu og staldra lengi við án þess að kaupa neitt.

Fíkniefnaframleiðsla stöðvuð á Skagaströnd

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði meinta fíkniefnaframleiðslu í einbýlishúsi á Skagaströnd í gær. Þar fundust ýmis tæki sem talin eru að hafa verið notuð við framleiðslu fíkniefna. Enginn er í haldi lögreglu vegna málsins.

Orkuveitan hyggst selja hlut sinn í Hitaveitu Suðurnesja

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur ákvað á fundi sínum í dag að selja 16,58% eignarhlut fyrirtækisins í Hitaveitu Suðurnesja. Fól stjórnin stjórnarformanni og forstjóra að leita eftir tilboðum. Haft verður samráð við bæjaryfirvöld í Hafnarfirði með það fyrir augum að kanna hvort hagkvæmt sé að hafa samstarf um söluna.

Ritstjórar sýknaðir af tíu milljón króna miskakröfu

Ritstjórar Fréttablaðsins, þeir Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson voru í dag sýknaðir í meiðyrðamáli sem Hjalti "Úrsus" Árnason höfðaði gegn þeim fyrir ummæli sem féllu um hann í grein í blaðinu. Hjalti krafðist tíu milljóna í miskabætur auk þess sem hann vildi að ákveðin ummæli sem honum tengdust yrðu dæmd dauð og ómerk. Dómarinn var hins vegar á þeirri skoðun að ummælin væru innan marka tjáningarfrelsisins og sýknaði hann því ritstjórana.

Níu mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa flutt tæp 216 grömm af kókaíni til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn þann 29. júní 2008. Talið er að maðurinn hafi flutt efnið inn í sölu- og dreifingarskyni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði er ungur að árum og hefur játað brot sitt frá upphafi rannsóknar málsins. Vegna alvarleika málsins þótti hins vegar ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna.

VG vill leggja niður Varnarmálastofnun

Vinstri hreyfingin grænt framboð vill leggja niður Varnarmálastofnun og að verkefnum hennar verði sinnt í utanríkisráðuneytinu, Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð og hjá Flugstoðum. Vinstri grænir telja að þetta gæti sparað allt að 700-800 milljónir króna strax á næsta ári.

Mannréttindadómstóll Evrópu vísar máli grásleppusjómanns frá

Mannréttindadómstóll Evrópu hefur vísað frá kærumáli Björns Guðna Guðjónssonar gegn íslenska ríkinu um bann við grásleppuveiðum í netlögum. Í frétt á heimasíðu dómsmálaráðuneytisins segir að dómstóllinn hafi lýst kæruna ótæka þar sem hún þótti ,,augljóslega illa grunduð".

Alvarlegir ágallar á frumvarpi viðskiptaráðherra

Í yfirlýsingu frá félagi fasteignasala segir að í nýju frumvarpi viðskiptaráðherra um sölu fasteigna, fyrirtækja og skipa séu svo alvarlegir ágallar að furðu sætir. Vinnubrögðin við samningu þess, að ekki sé talað um innihald, sé skólabókardæmi um þá gagnrýni, sem Lögmannafélag Íslands gerði hinn 5. desember sl. með bréfi til forseta Alþingis við þau óvönduðu vinnubrögð sem einkenna mörg lagafrumvörp um þessar mundir.

Vilja Mugabe burt

Utanríkisráðherrar Norðurlandanna, Noregs, Svíþjóðar, Finnlands, Danmerkur og Íslands, lýsa yfir hneykslan á hinu alvarlega ástandi í Simbabve, sem fer versandi dag frá degi. Í yfirlýsingu sem ráðherrarnir sendu frá sér í dag segir að þjáningar íbúa landsins hafi enn aukist þar sem kólerufaraldur gengur nú yfir. Þrátt fyrir að lækning sé til við kóleru hafi fjöldi manna látið lífið.

Tveir piltar handteknir með fíkniefni í Hlíðunum

Tveir piltar voru handteknir í Hlíðunum í gær en í bíl þeirra fundust fíkniefni. Um var að ræða rúmlega 100 grömm af marijúana og viðurkenndi annar piltanna að það væri ætlað til sölu. Sá hinn sami hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.

SUS: Ríkisstjórnin vannýtti uppsveiflu síðustu ára

Samband ungra sjálfstæðimanna harmar þá stöðu sem nú er komin upp í fjármálum íslenska ríkisins og sveitarfélaga. Sambandið segir ljóst að ríkisstjórnin hafi vannýtt uppsveiflu síðustu ára með því að þenja út ríkisresksturinn í samkeppni við ofþanið hagkerfi á einkamarkaði. „Þegar vel árar og þensla ríkir í efnahagsmálum er mikilvægt að ríki dragi saman seglin og ráðist ekki í stórauknar framkvæmdir. Enn síður ætti að fjölga í röðum opinberra starfsmanna við slíkar aðstæður,“ segir í ályktun SUS.

Þrír Pólverjar sýknaðir í Héraðsdómi Reykjavíkur

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í dag þrjá pólska karlmenn af ákæru um að hafa látið fyrir farast að koma landa sínum undir læknishendur þegar að hann veiktist lífshættulega mánudaginn 9. júní 2008

Þjófnaðarbrotum hefur fjölgað á árinu

Tilkynnt var um rétt tæplega 3.700 brot til lögreglunnar í nóvember á þessu ári sem eru færri brot en á sama tíma í fyrra en þá var tilkynnt um tæplega 5.600 brot.

Braust inn í björgunarskip og fór í siglingu

Björgunarskipi Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Höfn í Hornafirði, Ingibjörgu, var stolið í morgun. Friðrik Jónas Friðriksson, formaður Björgunarfélags Hornafjarðar, segir að skipinu hafi verið siglt út úr höfninni um klukkan sjö en að menn hafi ekki áttað sig á því að skipið væri horfið fyrr en fór að birta.

Hagar greiði 315 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum

Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hagar, sem meðal annars rekur verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11, sem hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði. Fyrirtækið verður sektað um 315 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum.

Bush bjargar Bílaframleiðendum

Bandaríkjastjórn hefur tilkynnt um aðgerðir til bjargar bílaiðnaðinum þar í landi. Stjórnvöld munu lána bílaframleiðendunum GM og Chrysler 17,4 milljarða dollara. Stærsti hluti lánsins verður veittur strax í desember og í janúar og verður lánið veitt úr 700 milljarða björgunarsjóðnum sem settur var á laggirnar á dögunum og var upphaflega ætlað til aðstoðar fjármálafyrirtækjum.

Samþykkt að stofna þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, um stofnun þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Sjónstöð Íslands verður lögð niður samhliða því að ný stofnun tekur til starfa. Lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Eldflaugum skotið á Ísrael

Tveimur eldflaugum var í dag skotið á Ísrael af palestínskum vígamönnum. Hamas samtökin á Gasa svæðinu lýstu því yfir í morgun að sex mánaða vopnahlé sem samtökin gerðu við Ísrael sé á enda. Enginn slasaðist í árásunum en einn bíll eyðilagðist að því er fram kemur á CNN fréttastöðinni. Þá bárust fregnir af því að skotið hafi verið á ísraelska landnema á Gasa.

Landsbankinn styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja innanlandsdeild Hjálparstarfs kirkjunnar í stað þess að senda jólakveðjur og gjafir til viðskiptavina bankans. „Okkur hefur þótt vænt um að senda viðskiptavinum okkar kveðju undanfarin ár - en vitum að þeir munu meta það mikils að jólakveðjan þeirra renni í gott málefni," segir Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, en styrkurinn nemur þremur milljónum króna.

Opið í Bláfjöllum

Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær, í fyrsta sinn í vetur. Í dag verða lyftur í gangi frá klukkan fjögur til klukkan níu í kvöld og um helgina er stefnt að því að hafa opið frá klukkan tíu á morgnana til sex á kvöldin.

Nýtt mál, sömu sakborningar

Það eina sem er sammerkt með Baugsmálinu og ákærum á hendur Jóni Ásgeiri og skildum aðilum, sem birtar voru í gær, er að um sömu sakborningana er að ræða. Þetta segir Helgi Magnús Gunnarsson saksóknari efnahagsbrotadeildar og hafnar því að í raun sé verið að gefa út þriðju ákæruna í Baugsmálinu, - um allt aðrar sakagiftir sé nú að ræða.

Geir segir þörf á meiri niðurskurði

Geir Haarde forsætisráðherra segir að ríkisstjórnin geri ráð fyrir þörf á meiri niðurskurði í fjárlögum fyrir árið 2010 en fyrir næsta ár, líkt og Poul Thomsen yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi hefur þegar bent á.

Þingmenn í yfirvinnu

Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi fóru fram á það í morgun að þingfundur standi ekki lengur en til miðnættis í kvöld. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði við upphaf fundar að þingmenn þurfi sennilega að funda lengur en til klukkan átta í kvöld.

Kompás-hestaníðingur greiðir sekt

Karlmaður hefur verið dæmdur til að greiða 200 þúsund króna sekt í ríkissjóð, eða sæta 14 daga fangelsi, fyrir að fara illa með, hrekkja og meiða hross á hlaði við bæinn Vatnsenda í Elliðavatni í Kópavogi.

Félagsbústaðir leigja til að leigja

Borgarráð samþykkti í gær að fela stjórn Félagsbústaða að auglýsa eftir leiguíbúðum á almennum markaði til endurleigu fyrir þá sem eru á biðlista eftir húsnæði á vegum velferðarsviðs borgarinnar. Um er að ræða leigu- og þjónustuíbúðir fyrir eldri borgara að fjölbreyttri stærð og gerð. Leitast verður við að tryggja félagslegan fjölbreytileika við val á húsnæði.

Barnaspítali Hringsins fær styrk

Barnaspítali Hringsins fékk í dag afhentan styrk að fjárhæð 750 þúsund krónur frá Avant. Það var Magnús Gunnarsson, framkvæmdastjóri Avant hf., sem afhenti styrkinn en hann rennur til starfsþróunarsjóðs Barnaspítalans. Í tilkynningu segir að þetta sé þriðja árið í röð sem Avant hf. styrkir spítalann með þessu hætti.

Ekki einu sinni skráður í Framsóknarflokkinn

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skipulagshagfræðingur og fyrrverandi fréttamaður segir fólk héðan og þaðan af landinu hafa haft samband við sig að undanförnu. Mikið af því fólki virðist vilja fá hann til formennsku í Framsóknarflokknum. Sigmundur segir sérstakt að framsóknarmenn vilji hann sem formann þar sem hann sé ekki einu sinni skráður í flokkinn. Hann segist ekki vera á leiðinni í pólitík sem stendur.

Frítekjumark öryrkja áfram 100 þúsund krónur

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félags- og tryggingamálaráðherra, sem felur í sér að ákvæði um 100.000 króna frítekjumark á atvinnutekjur örorku- og endurhæfingarlífeyris mun gilda áfram þar til nýtt örorkumatskerfi hefur verið tekið í notkun. Að óbreyttu hefði ákvæðið fallið úr gildi 1. janúar næstkomandi.

Ríkisstjórnin fundaði í Alþingishúsinu

Ríkisstjórnarfundur var haldinn í morgun á heldur óvenjulegum stað, en ráðherrarnir komu saman í Alþingishúsinu. Yfirleitt eru fundirnir haldnir í Stjórnarráðinu eða í Ráðherrabústaðnum á Tjarnargötu. Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis, sagði þó í samtali við Vísi að þetta sé ekki einsdæmi þó ekki sé algengt að halda fundina við Austurvöll.

Tvær leiðir færar ef breyta þarf stjórnarskránni vegna ESB-aðildar

Sé tekið mið af umræðunni í tilefni af samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og síðari rökum má telja víst að ekki náist samstaða um aðild að Evrópusambandinu nema með breytingu á stjórnarskrá, að mati Davíðs Þór Björgvinssonar, dómara við Mannréttindastól Evrópu og prófessors við HR. Hann telur tvær leiðir færar sem eru þó ólíkar.

Stofnun embættis héraðssaksóknara frestað um ár

Stofnun nýs embættis héraðssaksóknara hefur verið frestað um ár en lögin áttu að taka gildi 1. janúar 2009. Vísir greindi frá því í september að gildistökunni yrði að öllum líkindum frestað.

"Deep Throat" er dáinn

Mark Felt, yfirmaðurinn hjá bandarísku alríkislögreglunni, sem kallaður var "Deep Throat" í Watergate málinu á áttunda áratugnum , er látinn. Felt, sem var 95 ára þegar hann lést, var heimildarmaður blaðamannana Bernstein og Woodward sem birtu greinar í Washington Post sem afhjúpuðu spillingarmál sem Richard Nixon bandaríkjaforseti tengdist. Málið leiddi að lokum til afsagnar hans.

Sjá næstu 50 fréttir