Innlent

Níu mánaða fangelsi fyrir kókaínsmygl

Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa flutt tæp 216 grömm af kókaíni til landsins með flugi frá Kaupmannahöfn þann 29. júní 2008. Talið er að maðurinn hafi flutt efnið inn í sölu- og dreifingarskyni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði er ungur að árum og hefur játað brot sitt frá upphafi rannsóknar málsins. Vegna alvarleika málsins þótti hins vegar ekki koma til greina að skilorðsbinda refsinguna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×