Erlent

Eldflaugum skotið á Ísrael

Meðlimir í Hamas.
Meðlimir í Hamas. MYND/AP
Tveimur eldflaugum var í dag skotið á Ísrael af palestínskum vígamönnum. Hamas samtökin á Gasa svæðinu lýstu því yfir í morgun að sex mánaða vopnahlé sem samtökin gerðu við Ísrael sé á enda. Enginn slasaðist í árásunum en einn bíll eyðilagðist að því er fram kemur á CNN fréttastöðinni. Þá bárust fregnir af því að skotið hafi verið á ísraelska landnema á Gasa.

Vopnahléið, sem Egyptar höfðu milligöngu um að koma á í júní, hefur verið meira í orði en á borði síðustu mánuði og í október fjölgaði eldflaugaárásum á Ísrael töluvert. Það leiddi af sér loftárásir ísraelska flughersins. Ísraelsk stjórnvöld segja að verði ekki lát á eldflaugaárásum séu hernaðaraðgerðir á Gasa óumflýjanlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×