Innlent

Samþykkt að stofna þjónustumiðstöð fyrir blinda og sjónskerta

Frá Alþingi
Frá Alþingi

Alþingi samþykkti í gær frumvarp Jóhönnu Sigurðardóttur, félagsmálaráðherra, um stofnun þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga. Sjónstöð Íslands verður lögð niður samhliða því að ný stofnun tekur til starfa. Lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi.

Markmið þjónstumiðstöðvarinnar er að auka möguleika þeirra sem eru blindir, sjónskertir eða daufblindir til virkni og þátttöku á öllum sviðum samfélagsins til jafns við aðra. Lögð verður auka virkni þeirra með áherslu á stuðning til náms, sjálfstæðs heimilishalds, virkra tómstunda og atvinnuþátttöku.

Nýja stofnunin yfirtekur verkefni Sjónstöðvarinnar önnur en þau sem teljast til heilbrigðisþjónustu. Auk þess flytjast til hennar tiltekin verkefni sem nú eru á hendi Blindrabókasafns Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×