Innlent

Þingmenn í yfirvinnu

Þingmenn úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar á þingi fóru fram á það í morgun að þingfundur standi ekki lengur en til miðnættis í kvöld. Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis, sagði við upphaf fundar að þingmenn þurfi sennilega að funda lengur en til klukkan átta í kvöld.

Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að í ljósi þess hve mörg mál liggi fyrir sem klára þurfi fyrir áramót verði þingmenn að leggja á sig þá vinnu sem þarf til. Ef ákveðið yrði að hætta á miðnætti í kvöld þýddi það einfaldlega meiri vinnu í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×