Innlent

Stofnun embættis héraðssaksóknara frestað um ár

Frá Alþingi.
Frá Alþingi.

Stofnun nýs embættis héraðssaksóknara hefur verið frestað um ár en lögin áttu að taka gildi 1. janúar 2009. Vísir greindi frá því í september að gildistökunni yrði að öllum líkindum frestað.

Frestunin er til komin vegna þeirra aðstæðna sem nú eru uppi í ríkisfjármálum. Allsherjarnefndi áréttar þá afstöðu sína að efling ákæruvaldsins með stofnun embættis héraðssaksóknara er mikilvægt framfaraskref og leggur því áherslu á að hér er aðeins um að ræða frestun til eins árs.

Samkvæmt lögum um meðferð sakamála sem samþykkt voru á Alþingi síðastliðið vor verður ákæruvaldið þrískipt. Embætti héraðssaksóknara er ætlað að taka ákvörðun um saksókn á fyrsta stjórnsýslustigi í nánast öllum meiri háttar sakamálum.

Samkvæmt lögunum er gert ráð fyrir því að héraðssaksóknara til aðstoðar verði varahéraðssaksóknari og saksóknarar en ráðherra ákveður fjölda þeirra í samráði við ríkissaksóknara. Við embættið skal vera sérstök deild skatta- og efnahagsbrota.

 












Fleiri fréttir

Sjá meira


×