Innlent

Barnageðlæknar harma niðurskurð á þjónustu við börn með geðraskanir

Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Stjórn Barnageðlæknafélags Íslands hefur sent frá sér ályktun þar sem ákvörðun stjórnar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri um að skerða þjónustu við börn með geðraskanir er hörmuð.

„Ekki hefur tekist að ráða í aðra stöðu barnageðlæknis við sjúkrahúsið til margra ára og er því makalaust að til slíkra úrræða sé gripið. Stjórn Barnageðlæknafélags Íslands skorar á heilbrigðisráðherra og þingmenn að beita sér fyrir úrlausn þessa máls án tafar," segir í ályktuninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×