Innlent

Landsbankinn styrkir Hjálparstarf kirkjunnar

Elín Sigfúsdóttir.
Elín Sigfúsdóttir.

Landsbankinn hefur ákveðið að styrkja innanlandsdeild Hjálparstarfs kirkjunnar í stað þess að senda jólakveðjur og gjafir til viðskiptavina bankans. „Okkur hefur þótt vænt um að senda viðskiptavinum okkar kveðju undanfarin ár - en vitum að þeir munu meta það mikils að jólakveðjan þeirra renni í gott málefni," segir Elín Sigfúsdóttir, bankastjóri Landsbankans, en styrkurinn nemur þremur milljónum króna.

„Það er mikilvægt að nýta hvert tækifæri til að láta gott af sér leiða. Við þekkjum vel til Hjálparstarfs kirkjunnar og vitum að framlag bankans mun nýtast vel," segir Elín en bankinn afhenti Hjálparstarfi kirkjunnar þriggja milljóna króna framlag til innanlandsaðstoðar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×