Hagar greiði 315 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum 19. desember 2008 14:00 Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hagar, sem meðal annars rekur verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11, sem hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði. Fyrirtækið verður sektað um 315 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið telur að brot Haga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Rannsókn þessa máls hófst um mitt ár 2006 eftir að Samkeppniseftirlitið hafði aflað sjónarmiða og því borist ábendingar um hugsanleg brot Haga. Brotin áttu sér stað í verðstríði Bónuss við aðrar lágvöruversalnir Brot Haga áttu sér stað í svonefndu verðstríði lágvöruverslana sem hófst í lok febrúar 2005 þegar Krónan í eigu Kaupáss kynnti allt að 25% verðlækkun á algengustu flokkum dagvara. Sögðu fyrirsvarsmenn Krónunnar að þessar verðlækkanir væru gerðar til að koma á virkari samkeppni á matvörumarkaðnum. Bónus ætlaði að ,,verja vígi sitt" ,,Af hálfu Bónusverslana Haga var því lýst yfir opinberlega að Bónus myndi „verja vígi sitt" og standa við þá verðstefnu sína að bjóða ávallt lægsta verðið á markaðnum hverju sinni. Í kjölfarið braust út umrætt verðstríð og gætti þess helst í verðlagningu á mjólkurvörum. Stóð verðstríðið fram á árið 2006," segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið aflaði umfangsmikilla gagna um sölu og verðlagningu á mjólkurafurðum á þessu tímabili frá Högum, Kaupási, Samkaupum og Mjólkursamsölunni. Mjólk og mjólkurvörur seldar undir kostnaðarverði Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins sýnir að Hagar misnotuðu markaðsráðandi stöðu sína með því að selja mjólk og mjólkurvörur undir kostnaðarverði í verslunum Bónuss. Helstu mjólkurafurðir voru seldar með stórfelldu framlegðartapi og leiddi þetta til þess að verslanir Bónuss voru í heild reknar með tapi. ,,Hafa Hagar lýst því yfir í fjölmiðlum að tap þeirra af verðstríðinu hafi verið um 700 milljónir kr. Það er því mat Samkeppniseftirlitsins að í verðlagningunni hafi falist ólögmæt undirverðlagning og að háttsemin hafi verið til þess fallin að viðhalda og styrkja með óeðlilegum hætti stöðu Haga á markaðnum fyrir sölu á dagvörum í matvöruverslunum. Jafnframt sýnir rannsóknin að brotin voru umfangsmikil."Gert til að útiloka helstu keppinauta Aðgerðir Haga voru að sögn Samkeppniseftirlitsins til þess fallnar að útiloka helstu keppinauta svo sem lágvöruverðsverslanir í eigu Kaupáss (Krónan) og Samkaupa (Nettó og Kaskó) frá samkeppni og þar með veikja þau fyrirtæki sem keppinauta á markaðnum. Aðgerðirnar ekki í samræmi við ábyrgð markaðsráðandi fyrirtækja Það er bæði eðlilegt og æskilegt að markaðsráðandi fyrirtæki mæti og taki þátt í verðsamkeppni, að mati Samkeppniseftirlitsins. ,,Aðgerðir Haga í málinu voru hins vegar ekki í samræmi við þá ríku skyldu sem hvílir á markaðsráðandi fyrirtækjum og langt umfram heimild þeirra til þess að mæta samkeppni. Með því að undirbjóða keppinauta sína í öllum tilvikum, jafnvel þegar það þýðir að tap sé af eigin rekstri, er smærri verslunum og verslanakeðjum þannig sýnt í orði og verki að óhagkvæmt sé fyrir þær að keppa við Bónus á grundvelli verðs þar sem alltaf verði boðið betur, óháð kostnaðarlegum forsendum," segir umsögn Samkeppniseftirlitsins. Slík háttsemi skaði langtímahagsmuni neytenda af því að virk samkeppni ríki á matvörumarkaði. Tengdar fréttir Ósáttur við 300 milljóna sekt - ábót við nýjustu Baugsákæruna Jóhannes Jónsson, stofnandi og eigandi Bónusverslananna, er afar ósáttur með úrskurð Sameppniseftirlitins sem hefur lagt 315 milljón króna sekt á Haga sem reka meðal annars verslanir Bónuss fyrir brot á samkeppnislögum. 19. desember 2008 14:54 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur komist að þeirri niðurstöðu að Hagar, sem meðal annars rekur verslanirnar Bónus, Hagkaup og 10-11, sem hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína með aðgerðum sem beindust gegn keppinautum félagsins á matvörumarkaði. Fyrirtækið verður sektað um 315 milljónir fyrir brot á samkeppnislögum. Samkeppniseftirlitið telur að brot Haga hafi verið alvarleg og til þess fallin að valda atvinnulífinu og almenningi miklu samkeppnislegu tjóni. Rannsókn þessa máls hófst um mitt ár 2006 eftir að Samkeppniseftirlitið hafði aflað sjónarmiða og því borist ábendingar um hugsanleg brot Haga. Brotin áttu sér stað í verðstríði Bónuss við aðrar lágvöruversalnir Brot Haga áttu sér stað í svonefndu verðstríði lágvöruverslana sem hófst í lok febrúar 2005 þegar Krónan í eigu Kaupáss kynnti allt að 25% verðlækkun á algengustu flokkum dagvara. Sögðu fyrirsvarsmenn Krónunnar að þessar verðlækkanir væru gerðar til að koma á virkari samkeppni á matvörumarkaðnum. Bónus ætlaði að ,,verja vígi sitt" ,,Af hálfu Bónusverslana Haga var því lýst yfir opinberlega að Bónus myndi „verja vígi sitt" og standa við þá verðstefnu sína að bjóða ávallt lægsta verðið á markaðnum hverju sinni. Í kjölfarið braust út umrætt verðstríð og gætti þess helst í verðlagningu á mjólkurvörum. Stóð verðstríðið fram á árið 2006," segir í umsögn Samkeppniseftirlitsins. Samkeppniseftirlitið aflaði umfangsmikilla gagna um sölu og verðlagningu á mjólkurafurðum á þessu tímabili frá Högum, Kaupási, Samkaupum og Mjólkursamsölunni. Mjólk og mjólkurvörur seldar undir kostnaðarverði Niðurstaða rannsóknar Samkeppniseftirlitsins sýnir að Hagar misnotuðu markaðsráðandi stöðu sína með því að selja mjólk og mjólkurvörur undir kostnaðarverði í verslunum Bónuss. Helstu mjólkurafurðir voru seldar með stórfelldu framlegðartapi og leiddi þetta til þess að verslanir Bónuss voru í heild reknar með tapi. ,,Hafa Hagar lýst því yfir í fjölmiðlum að tap þeirra af verðstríðinu hafi verið um 700 milljónir kr. Það er því mat Samkeppniseftirlitsins að í verðlagningunni hafi falist ólögmæt undirverðlagning og að háttsemin hafi verið til þess fallin að viðhalda og styrkja með óeðlilegum hætti stöðu Haga á markaðnum fyrir sölu á dagvörum í matvöruverslunum. Jafnframt sýnir rannsóknin að brotin voru umfangsmikil."Gert til að útiloka helstu keppinauta Aðgerðir Haga voru að sögn Samkeppniseftirlitsins til þess fallnar að útiloka helstu keppinauta svo sem lágvöruverðsverslanir í eigu Kaupáss (Krónan) og Samkaupa (Nettó og Kaskó) frá samkeppni og þar með veikja þau fyrirtæki sem keppinauta á markaðnum. Aðgerðirnar ekki í samræmi við ábyrgð markaðsráðandi fyrirtækja Það er bæði eðlilegt og æskilegt að markaðsráðandi fyrirtæki mæti og taki þátt í verðsamkeppni, að mati Samkeppniseftirlitsins. ,,Aðgerðir Haga í málinu voru hins vegar ekki í samræmi við þá ríku skyldu sem hvílir á markaðsráðandi fyrirtækjum og langt umfram heimild þeirra til þess að mæta samkeppni. Með því að undirbjóða keppinauta sína í öllum tilvikum, jafnvel þegar það þýðir að tap sé af eigin rekstri, er smærri verslunum og verslanakeðjum þannig sýnt í orði og verki að óhagkvæmt sé fyrir þær að keppa við Bónus á grundvelli verðs þar sem alltaf verði boðið betur, óháð kostnaðarlegum forsendum," segir umsögn Samkeppniseftirlitsins. Slík háttsemi skaði langtímahagsmuni neytenda af því að virk samkeppni ríki á matvörumarkaði.
Tengdar fréttir Ósáttur við 300 milljóna sekt - ábót við nýjustu Baugsákæruna Jóhannes Jónsson, stofnandi og eigandi Bónusverslananna, er afar ósáttur með úrskurð Sameppniseftirlitins sem hefur lagt 315 milljón króna sekt á Haga sem reka meðal annars verslanir Bónuss fyrir brot á samkeppnislögum. 19. desember 2008 14:54 Mest lesið Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Erlent Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Innlent Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Ósáttur við 300 milljóna sekt - ábót við nýjustu Baugsákæruna Jóhannes Jónsson, stofnandi og eigandi Bónusverslananna, er afar ósáttur með úrskurð Sameppniseftirlitins sem hefur lagt 315 milljón króna sekt á Haga sem reka meðal annars verslanir Bónuss fyrir brot á samkeppnislögum. 19. desember 2008 14:54