Fleiri fréttir Dýr brandur Geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í fyrstu tveim Stjörnustríðsmyndunum hefur verið selt á uppboði í Hollywood. 13.12.2008 10:04 Tíu drukknir undir stýri í höfuðborginni Tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Mikið snjóaði í höfuðborginni, og urðu tólf minniháttar umferðaróhöpp sem rekja má til færðarinnar. Engin meiðsl urðu á fólki, en þrír ökumannanna eru grunaðir um ölvun við akstur. Á Akureyri endaði för eins ökumanns á ljósastaur. Hann sakaði ekki, en reyndist undir áhrifum áfengis. 13.12.2008 09:42 Skiptar skoðanir innan SA um inngöngu í ESB Afstaða félagsmanna Samtaka atvinnulífsins til inngöngu í Evrópusambandið skiptist nokkuð jafnt. Um 43% eru hlynntir inngöngu, um 40% andvígir og 17% óvissir, ef marka má upplýsingar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra birtir á heimasíðu sinni í kvöld. 12.12.2008 23:45 Kostnaðurinn eykst um 20 þúsund krónur Kostnaðaraukinn á hvern bíl vegna hækkunar opinberra gjalda á eldsneyti annarsvegar og hækkunar á bifreiðargjalda er samtals um 20 þúsund krónur ári. 12.12.2008 21:01 Vona að alþingismenn muni það sem skiptir máli Við vonum að kreppan verði ekki til þess að Alþingi gleymi því sem skiptir máli, segja foreldrar mjög sjónskerts fjögurra mánaða drengs. Þau bíða þess að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggir að drengurinn þeirra fái viðeigandi meðferð. 12.12.2008 20:11 Andóf gegn ríkisstjórninni undirbúið á bakvið tjöldin Unnið er af mikilli elju og dugnaði, á bak við tjöldin, við að undirbúa frekara andóf gegn ríkisstjórninni, sem er rúin trausti mikils meirihluta þjóðarinnar. Stefnt er að öflugum aðgerðum strax að hátíðum afloknum og fyrr ef ástæða þykir, segir Hörður Torfason í tilkynningu til fjölmiðla. 12.12.2008 19:42 Forstjóri Fjármálaeftirlitsins með áttföld laun verkamanns Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með áttföld laun verkamanns. Hann er einnig með hærri laun en yfirmaður hans, viðskiptaráðherra, og forsætisráðherra. 12.12.2008 20:03 Heimsóknir skólabarna til hjúkrunarfræðinga aukast verulega Skólabörn leita í auknum mæli aðstoðar hjá skólahjúkrunarfræðingum í Reykjavík. Dæmi eru um að fjöldi heimsókna hafi tvöfaldast í sumum skólum. Ástæðan er rakin til kreppunnar. 12.12.2008 19:55 Útsendingar með digital island komnar í lag Útsendingar með digital Ísland eru komnar í lag. Vegna rafmagnsleysis í Öskjuhlíð voru miklar truflanir á digital island fram eftir kvöldi. Nú hefur það sem var búið að gera við það og ættu útsendingar að sjást eðlilega. 12.12.2008 18:43 Örn Clausen látinn Örn Clausen hæstaréttarlögmaður og afreksmaður í frjálsíþróttum lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærkvöld, áttræður að aldri. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Guðrún Erlendsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Örn átti sex uppkomin börn. 12.12.2008 18:03 Utanríkisráðuneytið auglýsir tímabundnar stöður Í utanríkisráðuneytinu eru níu starfsmenn með tímabundna ráðningu. Allir þessir starfsmenn voru ráðnir á grundvelli auglýsingar. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu, vegna skrifa Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns á heimasíðu hennar, sem Vísir vitnaði til í dag. 12.12.2008 17:40 Fangi dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Piltur sem nú afplánar dóm í fangelsinu á Litla-Hrauni var í dag dæmdur í 250.000 króna sekt fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Fangaverðir fundu í fjögur skipti hass og amfetamín í fangaklefa piltsins. 12.12.2008 16:57 Lög um rannsóknarnefnd hugsanlega samþykkt í kvöld Allsherjarnefnd Alþingis lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp um sérstaka rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins. Samstaða var í nefndinni um breytingartillögur og er frumvarpið nú til umræðu á þingfundi. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum í kvöld. 12.12.2008 16:21 Herra Rokk kvaddur í Keflavíkurkirkju Fjölmenni var við útför Rúnars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju klukkan 14:00 í dag. Útförinni var einnig sjónvarpað í Fríkirkjuna í Reykjavík og á Vísi. Margir tónlistarmenn sem tengjast Rúnari stigu á stokk. 12.12.2008 15:51 Evrópunefndin kallar eftir umsögnum ólíkra aðila Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að hefja hagsmunamat í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. 12.12.2008 15:42 Rannsókn lokið í húsbílahassmálinu Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í júní er lokið og hefur það verið sent embætti ríkissaksóknara til meðferðar. 12.12.2008 15:18 ASÍ segir Geir fara með rangt mál Alþýðusambands Íslands segir rangt hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra að hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi og olíugjaldi hækki ekki verðbólgu. Geir hélt þessu fram í hádegisfréttum RÚV. 12.12.2008 15:12 SkjárEinn heldur áfram og flestir starfsmenn endurráðnir Sjónvarpsstöðin SkjárEinn mun halda áfram útsendingum og flestir starfsmenn stöðvarinnar verða endurráðnir. Þessi ákvörðun er tekin að því gefnu að umsvif Ríkisútvarpins á auglýsingamarkaði verði takmörkuð en frumvarp þess efnis er nú til umfjöllunar á Alþingi. Öllum starfsmönnum stöðvarinnar var sagt upp á dögunum og var ráðgert að hætta útsendingum að óbreyttu eftir áramót. 12.12.2008 15:01 Týndir hvolpar í Grindavík Tveir Labrador blendingar hurfu úr garði á heimili í Grindavík í dag. Um er að ræða þriggja mánaða hvolpa sem hurfu á milli klukkan 13 og 14 í dag. Eigandi hundanna segist hafa átt þá í tæpan hálfan mánuð. 12.12.2008 14:50 Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins hefur störf Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins hefst formlega í dag með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns flokksins, í Valhöll. 12.12.2008 14:46 Kemur til greina að nýta björgunarsjóðinn fyrir bílaiðnaðinn Stjórnvöld í Hvíta húsinu segja að til greina komi að nýta hluta björgunarsjóðsins sem ætlaður hefur verið fjármálafyrirtækjum í landinu til þess að aðstoða bílaframleiðendur í Detroit. Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í nótt að samþykkja pakka fyrir bílaiðnaðinn sem áður hafði verið samþykktur í fulltrúadeild þingsins. 12.12.2008 14:40 Mótmæla harðlega skattahækkunum Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega þeim skattahækkunum sem Alþingi samþykkti í gær en olíugjald og áfengisgjald hækkuðu um 12%. 12.12.2008 14:21 Neitar ekki ummælum um borgarráð og andlega ruslakistu Óskar Bergsson formaður borgarráðs neitar ekki að hafa sagt við Ólaf F. Magnússon á fundi ráðsins fyrir viku að borgarráð væri ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr Ólafi. Ekki hefur náðst í Óskar varðandi málið fyrr en nú. 12.12.2008 14:15 Ekki búið að taka ákvörðun um ólátabelgi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki búið að taka ákvörðun um hvort þeir sem handteknir voru vegna óláta í Alþingishúsinu á mánudaginn verði ákærðir. 12.12.2008 13:39 Dráttarvextir lækki um fjögur prósent Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumavrp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu. Breytingarnar eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu heimilanna sem kynnt var í síðasta mánuði. Breytingunum er ætlað að lækka dráttarvexti og munu vextirnir lækka um fjögur prósent ef marka má athugasemdir við frumvarpið. 12.12.2008 13:25 Aðstoðarmaður Jóhönnu gagnrýnir forseta ASÍ Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ og segir hann ekki spara stóryrðinn í umfjöllun sinni um fjárlögin. 12.12.2008 13:04 Fréttaskýring: Það sem Björgvin vissi ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra þjóðarinnar hefur á undanförnum tveimur mánuðum tekist á við alvarlegustu bankakrísu sem ríkt hefur hér á landi. Raddirnar um að hann víki sem ráðherra hafa hinsvegar heyrst úr ýmsum áttum en Björgvin segist þó ekki hafa gert nein mistök sem hægt sé að benda á, á sama tíma og aðrir tala um pólitíska ábyrgð. Frá því að ákvörðun var tekin um þjóðnýtingu Glitnis er ansi margt sem Björgvin hefur ekki vitað um. Vísir hefur tekið til það helsta. 12.12.2008 12:47 Innlán voru meirihluti eigna í sjóði Kaupþings Innlán voru tveir þriðju eigna peningamarkaðssjóðs Kaupþings. Annað var í skuldabréfum, mest frá Kaupþingi og Existu. 12.12.2008 12:45 Þorskstofninn styrkist Ákveðnar og jákvæðar vísbendingar gefa til kynna að þorskstofninn sé að styrkjast, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra Hafrannsóknunarstofnunar. 12.12.2008 12:31 Neita að verja hryðjuverkmennina í Mumbai Indverskum yfirvöldum er vandi á höndum þar sem lögfræðingar neita að verja eina hryðjuverkamanninn sem lifði af árásina í Mumbai í síðasta mánuði. 12.12.2008 12:27 Gera athugasemd við að afnema eigi þagnarskyldu Stjórn Lögmannafélags Íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi við umsögn laganefndar Lögmannafélagsins sem snýr að frumvarpi til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða. 12.12.2008 12:10 Embætti sérstaks saksóknara auglýst Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti sérstaks saksóknara. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hann muni veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti samkvæmt lögum sem taka gildi í dag. Umsóknarfrestur er til 29. desember nk. og mun dóms- og kirkjumálaráðherra skipa í embættið frá og með 1. janúar 2009, eða svo fljótt sem verða má. 12.12.2008 12:07 Áhersla lögð á að vinna gegn heimilisofbeldi Unnið er að skipulagsbreytingum hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með það að leiðarljósi að leggja áherslu á rannsóknir heimilisofbeldismála. 12.12.2008 11:27 Bjarni: Stjórnvöld of hikandi varðandi málshöfðun Þingmenn ræddu lögsóknir gegn Bretum í umræðu um störf þingsins í dag. Þar kom fram gagnrýni á þann seinagang sem mörgum finnst vera í málinu en frestur til málsókna rennur út í janúar. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði að nefndin leggi á það gríðarlega áherslu að gætt verði að hagsmunum Íslendinga til þess ítrasta. Bjarni tók að hluta undir með stjórnarandstöðunni sem talaði um seinagang og aðgerðarleysi. Að hans mati hafa stjórnvöld verið of hikandi í málinu. 12.12.2008 10:55 Tugir ráðnir til ráðuneyta án auglýsinga um störfin Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir að margir tugir starfsmanna hafi verið ráðnir til ráðuneytanna án þess að stöður þeirra hafi verið auglýstar eins og lög gera ráð fyrir. 12.12.2008 10:50 Lögreglan lýsir eftir klósettnauðgara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Robert Dariusz Sobiecki. Hæstiréttur staðfesti 4. desember þriggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Roberti sem ákærður var fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. 12.12.2008 10:21 Þjóðarskútan afhent Þjóðarskútan hefur verið í smíðum undanfarna daga og er hún sparibaukur af stærri gerðinni. Í kjölfar hruns í fjármálaheiminum og vegna kreppunnar á Ísland ákváðu starfsmenn Víkurvagna að bregðast við með smíði nýrrar þjóðarskútu. 12.12.2008 10:10 Vestur-Afríka hið nýja kókaínveldi Ýmis ríki í vesturhluta Afríku eru hin nýja flutningaleið kókaíns til Evrópu. Spilling, takmörkuð löggæsla og veikt ríkisvald í löndum á borð við Senegal, Sierra Leone og Ghana gerir það að verkum að þessi svæði eru að verða gósenland suðuramerískra kókaínbaróna, ekki bara til gegnumflutnings heldur einnig til búsetu. 12.12.2008 08:35 Tugir látnir eftir tilræði í Írak Hátt í sextíu létust og yfir hundrað særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði á veitingastað í Kirkuk í Norður-Írak í gær. Fundur arabískra og kúrdískra stjórnmálamanna stóð yfir á veitingastaðnum þegar sprengjan sprakk auk þess sem margir voru staddir þar til að fagna múslimahátíðinni Eid al-Adha. 12.12.2008 08:26 Dönsk lögregla fagnar sýknudómi Lögreglumenn í Danmörku vörpuðu öndinni léttar eftir að þrír starfsbræður þeirra voru sýknaðir fyrir Eystri-Landsrétti í gær en þeir höfðu verið fundnir sekir á neðra dómstigi um að hafa farið offari við handtöku í fyrra. 12.12.2008 08:24 Bush rifjar upp kynnin við Bakkus Bush Bandaríkjaforseti rifjaði upp áfengisvandamál sín á fundi í Hvíta húsinu í gær þar sem rætt var um baráttuna gegn fíkniefnum og fjárveitingar til hennar. 12.12.2008 08:23 Japanar hyggjast mynda drauma Japanskir vísindamenn hafa nú þróað tækni sem gerir þeim kleift að ná myndum af draumum fólks. 12.12.2008 08:12 Fær sér fyrsta húðflúrið 79 ára gömul Tæplega áttræð nýsjálensk kona hefur fengið sér sitt fyrsta húðflúr. Þar er þó ekki um að ræða höfuðkúpu eða kóbraslöngu heldur stendur einfaldlega á brjósti hennar „reynið ekki endurlífgun". 12.12.2008 07:27 Skammarbréf frá Einstein fer á uppboð Bréf eðlisfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Alberts Einstein, dagsett fyrir réttum 94 árum, 12. desember 1914, verður boðið upp innan skamms. 12.12.2008 07:23 Allt niður í níu ára sendast með fíkniefni Börn allt niður í níu ára eru nú farin að taka að sér hlutverk á borð við að fela skotvopn og sendast með fíkniefni fyrir breska glæpamenn ef marka má nýja rannsókn kennarasamtakanna þar í landi. 12.12.2008 07:20 Sjá næstu 50 fréttir
Dýr brandur Geislasverðið sem Logi Geimgengill notaði í fyrstu tveim Stjörnustríðsmyndunum hefur verið selt á uppboði í Hollywood. 13.12.2008 10:04
Tíu drukknir undir stýri í höfuðborginni Tíu ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík í nótt. Mikið snjóaði í höfuðborginni, og urðu tólf minniháttar umferðaróhöpp sem rekja má til færðarinnar. Engin meiðsl urðu á fólki, en þrír ökumannanna eru grunaðir um ölvun við akstur. Á Akureyri endaði för eins ökumanns á ljósastaur. Hann sakaði ekki, en reyndist undir áhrifum áfengis. 13.12.2008 09:42
Skiptar skoðanir innan SA um inngöngu í ESB Afstaða félagsmanna Samtaka atvinnulífsins til inngöngu í Evrópusambandið skiptist nokkuð jafnt. Um 43% eru hlynntir inngöngu, um 40% andvígir og 17% óvissir, ef marka má upplýsingar sem Björn Bjarnason dómsmálaráðherra birtir á heimasíðu sinni í kvöld. 12.12.2008 23:45
Kostnaðurinn eykst um 20 þúsund krónur Kostnaðaraukinn á hvern bíl vegna hækkunar opinberra gjalda á eldsneyti annarsvegar og hækkunar á bifreiðargjalda er samtals um 20 þúsund krónur ári. 12.12.2008 21:01
Vona að alþingismenn muni það sem skiptir máli Við vonum að kreppan verði ekki til þess að Alþingi gleymi því sem skiptir máli, segja foreldrar mjög sjónskerts fjögurra mánaða drengs. Þau bíða þess að Alþingi afgreiði frumvarp sem tryggir að drengurinn þeirra fái viðeigandi meðferð. 12.12.2008 20:11
Andóf gegn ríkisstjórninni undirbúið á bakvið tjöldin Unnið er af mikilli elju og dugnaði, á bak við tjöldin, við að undirbúa frekara andóf gegn ríkisstjórninni, sem er rúin trausti mikils meirihluta þjóðarinnar. Stefnt er að öflugum aðgerðum strax að hátíðum afloknum og fyrr ef ástæða þykir, segir Hörður Torfason í tilkynningu til fjölmiðla. 12.12.2008 19:42
Forstjóri Fjármálaeftirlitsins með áttföld laun verkamanns Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er með áttföld laun verkamanns. Hann er einnig með hærri laun en yfirmaður hans, viðskiptaráðherra, og forsætisráðherra. 12.12.2008 20:03
Heimsóknir skólabarna til hjúkrunarfræðinga aukast verulega Skólabörn leita í auknum mæli aðstoðar hjá skólahjúkrunarfræðingum í Reykjavík. Dæmi eru um að fjöldi heimsókna hafi tvöfaldast í sumum skólum. Ástæðan er rakin til kreppunnar. 12.12.2008 19:55
Útsendingar með digital island komnar í lag Útsendingar með digital Ísland eru komnar í lag. Vegna rafmagnsleysis í Öskjuhlíð voru miklar truflanir á digital island fram eftir kvöldi. Nú hefur það sem var búið að gera við það og ættu útsendingar að sjást eðlilega. 12.12.2008 18:43
Örn Clausen látinn Örn Clausen hæstaréttarlögmaður og afreksmaður í frjálsíþróttum lést á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í gærkvöld, áttræður að aldri. Eftirlifandi eiginkona Arnar er Guðrún Erlendsdóttir fyrrverandi hæstaréttardómari. Örn átti sex uppkomin börn. 12.12.2008 18:03
Utanríkisráðuneytið auglýsir tímabundnar stöður Í utanríkisráðuneytinu eru níu starfsmenn með tímabundna ráðningu. Allir þessir starfsmenn voru ráðnir á grundvelli auglýsingar. Þetta kemur fram í orðsendingu frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa í utanríkisráðuneytinu, vegna skrifa Valgerðar Sverrisdóttur alþingismanns á heimasíðu hennar, sem Vísir vitnaði til í dag. 12.12.2008 17:40
Fangi dæmdur fyrir vörslu fíkniefna Piltur sem nú afplánar dóm í fangelsinu á Litla-Hrauni var í dag dæmdur í 250.000 króna sekt fyrir að hafa í fórum sínum fíkniefni. Fangaverðir fundu í fjögur skipti hass og amfetamín í fangaklefa piltsins. 12.12.2008 16:57
Lög um rannsóknarnefnd hugsanlega samþykkt í kvöld Allsherjarnefnd Alþingis lauk í dag umfjöllun sinni um frumvarp um sérstaka rannsóknarnefnd vegna bankahrunsins. Samstaða var í nefndinni um breytingartillögur og er frumvarpið nú til umræðu á þingfundi. Frumvarpið verður að öllum líkindum að lögum í kvöld. 12.12.2008 16:21
Herra Rokk kvaddur í Keflavíkurkirkju Fjölmenni var við útför Rúnars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju klukkan 14:00 í dag. Útförinni var einnig sjónvarpað í Fríkirkjuna í Reykjavík og á Vísi. Margir tónlistarmenn sem tengjast Rúnari stigu á stokk. 12.12.2008 15:51
Evrópunefndin kallar eftir umsögnum ólíkra aðila Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að hefja hagsmunamat í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. 12.12.2008 15:42
Rannsókn lokið í húsbílahassmálinu Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í júní er lokið og hefur það verið sent embætti ríkissaksóknara til meðferðar. 12.12.2008 15:18
ASÍ segir Geir fara með rangt mál Alþýðusambands Íslands segir rangt hjá Geir H. Haarde forsætisráðherra að hækkun á áfengis- og tóbaksgjaldi og olíugjaldi hækki ekki verðbólgu. Geir hélt þessu fram í hádegisfréttum RÚV. 12.12.2008 15:12
SkjárEinn heldur áfram og flestir starfsmenn endurráðnir Sjónvarpsstöðin SkjárEinn mun halda áfram útsendingum og flestir starfsmenn stöðvarinnar verða endurráðnir. Þessi ákvörðun er tekin að því gefnu að umsvif Ríkisútvarpins á auglýsingamarkaði verði takmörkuð en frumvarp þess efnis er nú til umfjöllunar á Alþingi. Öllum starfsmönnum stöðvarinnar var sagt upp á dögunum og var ráðgert að hætta útsendingum að óbreyttu eftir áramót. 12.12.2008 15:01
Týndir hvolpar í Grindavík Tveir Labrador blendingar hurfu úr garði á heimili í Grindavík í dag. Um er að ræða þriggja mánaða hvolpa sem hurfu á milli klukkan 13 og 14 í dag. Eigandi hundanna segist hafa átt þá í tæpan hálfan mánuð. 12.12.2008 14:50
Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins hefur störf Starf Evrópunefndar Sjálfstæðisflokksins hefst formlega í dag með ávarpi Geirs H. Haarde, formanns flokksins, í Valhöll. 12.12.2008 14:46
Kemur til greina að nýta björgunarsjóðinn fyrir bílaiðnaðinn Stjórnvöld í Hvíta húsinu segja að til greina komi að nýta hluta björgunarsjóðsins sem ætlaður hefur verið fjármálafyrirtækjum í landinu til þess að aðstoða bílaframleiðendur í Detroit. Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í nótt að samþykkja pakka fyrir bílaiðnaðinn sem áður hafði verið samþykktur í fulltrúadeild þingsins. 12.12.2008 14:40
Mótmæla harðlega skattahækkunum Samtök ferðaþjónustunnar mótmæla harðlega þeim skattahækkunum sem Alþingi samþykkti í gær en olíugjald og áfengisgjald hækkuðu um 12%. 12.12.2008 14:21
Neitar ekki ummælum um borgarráð og andlega ruslakistu Óskar Bergsson formaður borgarráðs neitar ekki að hafa sagt við Ólaf F. Magnússon á fundi ráðsins fyrir viku að borgarráð væri ekki ruslakista fyrir andlegt rusl úr Ólafi. Ekki hefur náðst í Óskar varðandi málið fyrr en nú. 12.12.2008 14:15
Ekki búið að taka ákvörðun um ólátabelgi Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki búið að taka ákvörðun um hvort þeir sem handteknir voru vegna óláta í Alþingishúsinu á mánudaginn verði ákærðir. 12.12.2008 13:39
Dráttarvextir lækki um fjögur prósent Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumavrp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu. Breytingarnar eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu heimilanna sem kynnt var í síðasta mánuði. Breytingunum er ætlað að lækka dráttarvexti og munu vextirnir lækka um fjögur prósent ef marka má athugasemdir við frumvarpið. 12.12.2008 13:25
Aðstoðarmaður Jóhönnu gagnrýnir forseta ASÍ Hrannar Björn Arnarsson, aðstoðarmaður Jóhönnu Sigurðardóttur félagsmálaráðherra, gagnrýnir Gylfa Arnbjörnsson, forseta ASÍ og segir hann ekki spara stóryrðinn í umfjöllun sinni um fjárlögin. 12.12.2008 13:04
Fréttaskýring: Það sem Björgvin vissi ekki Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- og bankamálaráðherra þjóðarinnar hefur á undanförnum tveimur mánuðum tekist á við alvarlegustu bankakrísu sem ríkt hefur hér á landi. Raddirnar um að hann víki sem ráðherra hafa hinsvegar heyrst úr ýmsum áttum en Björgvin segist þó ekki hafa gert nein mistök sem hægt sé að benda á, á sama tíma og aðrir tala um pólitíska ábyrgð. Frá því að ákvörðun var tekin um þjóðnýtingu Glitnis er ansi margt sem Björgvin hefur ekki vitað um. Vísir hefur tekið til það helsta. 12.12.2008 12:47
Innlán voru meirihluti eigna í sjóði Kaupþings Innlán voru tveir þriðju eigna peningamarkaðssjóðs Kaupþings. Annað var í skuldabréfum, mest frá Kaupþingi og Existu. 12.12.2008 12:45
Þorskstofninn styrkist Ákveðnar og jákvæðar vísbendingar gefa til kynna að þorskstofninn sé að styrkjast, að sögn Jóhanns Sigurjónssonar forstjóra Hafrannsóknunarstofnunar. 12.12.2008 12:31
Neita að verja hryðjuverkmennina í Mumbai Indverskum yfirvöldum er vandi á höndum þar sem lögfræðingar neita að verja eina hryðjuverkamanninn sem lifði af árásina í Mumbai í síðasta mánuði. 12.12.2008 12:27
Gera athugasemd við að afnema eigi þagnarskyldu Stjórn Lögmannafélags Íslands lýsir yfir fyllsta stuðningi við umsögn laganefndar Lögmannafélagsins sem snýr að frumvarpi til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna og tengdra atburða. 12.12.2008 12:10
Embætti sérstaks saksóknara auglýst Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur auglýst laust til umsóknar embætti sérstaks saksóknara. Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að hann muni veita forstöðu rannsóknar- og saksóknaraembætti samkvæmt lögum sem taka gildi í dag. Umsóknarfrestur er til 29. desember nk. og mun dóms- og kirkjumálaráðherra skipa í embættið frá og með 1. janúar 2009, eða svo fljótt sem verða má. 12.12.2008 12:07
Áhersla lögð á að vinna gegn heimilisofbeldi Unnið er að skipulagsbreytingum hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu með það að leiðarljósi að leggja áherslu á rannsóknir heimilisofbeldismála. 12.12.2008 11:27
Bjarni: Stjórnvöld of hikandi varðandi málshöfðun Þingmenn ræddu lögsóknir gegn Bretum í umræðu um störf þingsins í dag. Þar kom fram gagnrýni á þann seinagang sem mörgum finnst vera í málinu en frestur til málsókna rennur út í janúar. Bjarni Benediktsson, formaður utanríkismálanefndar, sagði að nefndin leggi á það gríðarlega áherslu að gætt verði að hagsmunum Íslendinga til þess ítrasta. Bjarni tók að hluta undir með stjórnarandstöðunni sem talaði um seinagang og aðgerðarleysi. Að hans mati hafa stjórnvöld verið of hikandi í málinu. 12.12.2008 10:55
Tugir ráðnir til ráðuneyta án auglýsinga um störfin Valgerður Sverrisdóttir formaður Framsóknarflokksins segir að margir tugir starfsmanna hafi verið ráðnir til ráðuneytanna án þess að stöður þeirra hafi verið auglýstar eins og lög gera ráð fyrir. 12.12.2008 10:50
Lögreglan lýsir eftir klósettnauðgara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Robert Dariusz Sobiecki. Hæstiréttur staðfesti 4. desember þriggja ára fangelsisdóm héraðsdóms yfir Roberti sem ákærður var fyrir að nauðga konu inni á kvennasalerni á Hótel Sögu í mars árið 2007. 12.12.2008 10:21
Þjóðarskútan afhent Þjóðarskútan hefur verið í smíðum undanfarna daga og er hún sparibaukur af stærri gerðinni. Í kjölfar hruns í fjármálaheiminum og vegna kreppunnar á Ísland ákváðu starfsmenn Víkurvagna að bregðast við með smíði nýrrar þjóðarskútu. 12.12.2008 10:10
Vestur-Afríka hið nýja kókaínveldi Ýmis ríki í vesturhluta Afríku eru hin nýja flutningaleið kókaíns til Evrópu. Spilling, takmörkuð löggæsla og veikt ríkisvald í löndum á borð við Senegal, Sierra Leone og Ghana gerir það að verkum að þessi svæði eru að verða gósenland suðuramerískra kókaínbaróna, ekki bara til gegnumflutnings heldur einnig til búsetu. 12.12.2008 08:35
Tugir látnir eftir tilræði í Írak Hátt í sextíu létust og yfir hundrað særðust í sjálfsmorðssprengjutilræði á veitingastað í Kirkuk í Norður-Írak í gær. Fundur arabískra og kúrdískra stjórnmálamanna stóð yfir á veitingastaðnum þegar sprengjan sprakk auk þess sem margir voru staddir þar til að fagna múslimahátíðinni Eid al-Adha. 12.12.2008 08:26
Dönsk lögregla fagnar sýknudómi Lögreglumenn í Danmörku vörpuðu öndinni léttar eftir að þrír starfsbræður þeirra voru sýknaðir fyrir Eystri-Landsrétti í gær en þeir höfðu verið fundnir sekir á neðra dómstigi um að hafa farið offari við handtöku í fyrra. 12.12.2008 08:24
Bush rifjar upp kynnin við Bakkus Bush Bandaríkjaforseti rifjaði upp áfengisvandamál sín á fundi í Hvíta húsinu í gær þar sem rætt var um baráttuna gegn fíkniefnum og fjárveitingar til hennar. 12.12.2008 08:23
Japanar hyggjast mynda drauma Japanskir vísindamenn hafa nú þróað tækni sem gerir þeim kleift að ná myndum af draumum fólks. 12.12.2008 08:12
Fær sér fyrsta húðflúrið 79 ára gömul Tæplega áttræð nýsjálensk kona hefur fengið sér sitt fyrsta húðflúr. Þar er þó ekki um að ræða höfuðkúpu eða kóbraslöngu heldur stendur einfaldlega á brjósti hennar „reynið ekki endurlífgun". 12.12.2008 07:27
Skammarbréf frá Einstein fer á uppboð Bréf eðlisfræðingsins og nóbelsverðlaunahafans Alberts Einstein, dagsett fyrir réttum 94 árum, 12. desember 1914, verður boðið upp innan skamms. 12.12.2008 07:23
Allt niður í níu ára sendast með fíkniefni Börn allt niður í níu ára eru nú farin að taka að sér hlutverk á borð við að fela skotvopn og sendast með fíkniefni fyrir breska glæpamenn ef marka má nýja rannsókn kennarasamtakanna þar í landi. 12.12.2008 07:20