Innlent

Ekki búið að taka ákvörðun um ólátabelgi

Lætin í þinghúsinu.
Lætin í þinghúsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er ekki búið að taka ákvörðun um hvort þeir sem handteknir voru vegna óláta í Alþingishúsinu á mánudaginn verði ákærðir.

Þegar Siv Friðleifsdóttir alþingismaður var að bera upp fyrirspurn til fjármálaráðherra heyrðist kallað ofan af þingpöllum: „Út, út, drullið ykkur út!" Síðan upphófust slagsmál á milli um 20 til 30 grímuklæddra manna og þingvarða. Lögreglan mætti einnig á svæðið og myndaðist mikil kös í andyrinu þar sem gengið er upp á þingpalla.

Sjö voru handteknir þegar að þeir neituðu að hlýða fyrirmælum lögreglu um að yfirgefa húsið. Tveir lögreglumenn og einn þingvörður meiddust í átökunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×