Erlent

Vestur-Afríka hið nýja kókaínveldi

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þessi skýringarmynd Telegraph sýnir þróunina og hina nýju flæðilínu kókaínsins.
Þessi skýringarmynd Telegraph sýnir þróunina og hina nýju flæðilínu kókaínsins. MYND/Telegraph

Ýmis ríki í vesturhluta Afríku eru hin nýja flutningaleið kókaíns til Evrópu. Spilling, takmörkuð löggæsla og veikt ríkisvald í löndum á borð við Senegal, Sierra Leone og Ghana gerir það að verkum að þessi svæði eru að verða gósenland suðuramerískra kókaínbaróna, ekki bara til gegnumflutnings heldur einnig til búsetu.

Telegraph hefur eftir breskum embættismanni að nú sé svo komið að margir stórlaxar sem áður héldu til í Suður-Ameríku búi nú í makindum í Dakar og fleiri borgum Vestur-Afríku. Þetta er mikil breyting frá því sem áður var þegar kókaín flæddi yfir Karabíska hafið og þaðan áfram til Evrópu.

Lítið er um að efnið sé haldlagt af yfirvöldum Afríkulandanna en algengt verð fyrir að fá tollverði á flugvellinum í Dakar í Senegal til að líta í hina áttina er í kringum ein milljón króna á meðan tug- eða hundruða milljóna kókaínfarmar rúlla þar í gegn.

Nú velta menn því fyrir sér hvort næsta skrefið í þessari útrás verði ræktun kókaíns í Afríku. Þá verður Fílabeinsströnd öðru megin en kókaínströnd hinum megin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×