Erlent

Kemur til greina að nýta björgunarsjóðinn fyrir bílaiðnaðinn

George Bush bandaríkjaforseti.
George Bush bandaríkjaforseti.

Stjórnvöld í Hvíta húsinu segja að til greina komi að nýta hluta björgunarsjóðsins sem ætlaður hefur verið fjármálafyrirtækjum í landinu til þess að aðstoða bílaframleiðendur í Detroit. Öldungadeild Bandaríkjaþings neitaði í nótt að samþykkja pakka fyrir bílaiðnaðinn sem áður hafði verið samþykktur í fulltrúadeild þingsins.

Áður hafði Hvíta húsið verið þeirrar skoðunnar að ekki kæmi til greina að ganga á sjóðinn sem settur hefur verið saman til að greiða úr vanda fjármálafyrirtækja en í honum eru um 700 milljarðar bandaríkjadala.

Hins vegar meta menn það nú svo í Washington að víðtæk gjaldþrot í bílaiðnaðinum myndu hafa svo geigvænlegar afleiðingar að allt beri að gera til að koma í veg fyrir það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×