Innlent

Kostnaðurinn eykst um 20 þúsund krónur

Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda.
Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda.

Kostnaðaraukinn á hvern bíl vegna hækkunar opinberra gjalda á eldsneyti og hækkunar bifreiðargjalda er samtals um 20 þúsund krónur á ári. Þetta segir Runólfur Ólafsson, formaður Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Hann bendir á að þarna sé miðað við meðalnotkun á hvern bíl, en oft séu fleiri en einn bíll í hverri fjölskyldu.

„Síðan kemur á móti að þú þarft auðvitað að þéna á fjórða tug þúsunda til að ná þessum aurum inn," segir Runólfur. „Fyrir utan þau áhrif sem þetta hefur á vísitöluna sem hefur áhrif á aðrar skuldbindingar og svo framvegis."

Runólfur bendir á að fyrir utan þennan kostnaðarauka hafi orðið miklar kostnaðarhækkanir vegna reksturs bifreiða, svo sem vegna hærra verðs á hjólbörðum og varahlutum. Þá hafi fjöldi bifreiðaeigenda verið með gengistryggð lán. „Þannig að þessi hækkun ofan á allt annað er mjög íþyngjandi," segir Runólfur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×