Innlent

Evrópunefndin kallar eftir umsögnum ólíkra aðila

Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur Ágústsson.

Evrópunefnd ríkisstjórnarinnar hefur ákveðið að hefja hagsmunamat í tengslum við hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu.

,,Við erum að hefja nýja vegferð meðal annars í þeirri von að dýpka og opna umræðuna. Með þessari vinnu verða stjórnvöld betur undirbúin komi til þess að sótt verði um aðild," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, annar af tveimur formönnum Evrópunefndarinnar.

Ágúst Ólafur segir að fyrsta skrefið sé að kalla eftir umsögnum hagsmuna- og félagssamtaka og almennings. Fólk mun eiga kost á að senda nefndinni álit sitt í gegnum heimasíðu hennar. Kalla verði eftir umsögn ólíkra aðila til að auka breidd sjónarmiða og nefnir Ágúst Ólafur lýðræðis-, jafnréttis- og umhverfismál sem dæmi í því samhengi.

,,Hagsmunamatið verður að liggja fyrir áður en hugsanlegt umsóknarferli hefst og næstu skref tekin í samskiptum Íslands og Evrópusambandsins", segir Ágúst Ólafur.

Ágúst Ólafur kveðst ekki eiga von á því vinnan taki langa tíma og niðurstöður muni liggja fyrir snemma á næsta ári.

Evrópunefndin var skipuð 1. janúar 2008 í samræmi við stefnuyfirlýsingu núverandi ríkisstjórnar. Í henni eiga sæti fulltrúar ASÍ, Samtaka atvinnulífsins, BRSB, Viðskiptaráðs Íslands og þeirra stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×