Erlent

Fær sér fyrsta húðflúrið 79 ára gömul

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Sú gamla undir nálinni, gallhörð.
Sú gamla undir nálinni, gallhörð. MYND/WWW.3NEWS.CO.NZ

Tæplega áttræð nýsjálensk kona hefur fengið sér sitt fyrsta húðflúr. Þar er þó ekki um að ræða höfuðkúpu eða kóbraslöngu heldur stendur einfaldlega á brjósti hennar „reynið ekki endurlífgun".

Beiðninni er að sjálfsögðu beint til heilbrigðisstarfsfólks og táknar eðli málsins samkvæmt að veikist konan alvarlega,eigi ekki að reyna neins konar lífgunartilraunir heldur leyfa henni að hverfa yfir móðuna miklu. Mig langar bara að fara þegar minn tími kemur, takk fyrir, segir sú flúraða, hvergi bangin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×