Innlent

Rannsókn lokið í húsbílahassmálinu

Þorsteinn Kragh
Þorsteinn Kragh

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kom upp á Seyðisfirði í júní er lokið og hefur það verið sent embætti ríkissaksóknara til meðferðar.

Tónleikahaldarinn Þorsteinn Kragh ásamt Hollendingi á áttræðisaldri hafa setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Þeir voru fyrst úrskurðaðir í gæsluvarðhald á grundvelli rannsóknarhagsmuna en síðan vegna almannahagsmuna. Hollendingurinn aldraði var handtekinn í júní en Þorsteinn í júlí.

Rannsókn málsins var mjög viðamikil en að henni komu lögregluyfirvöld í fimm löndum og einnig Europol.

Í umræddu máli fannst mikið magn fíkniefna í sérútbúnum húsbíl sem kom til landsins með ferjunni Norrænu. Um var að ræða 190 kg af hassi, 1,6 kg af marijúana og 1,3 kg af kókaíni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×