Innlent

Herra Rokk kvaddur í Keflavíkurkirkju

Fjölmenni var við útför Rúnars Júlíussonar sem fór fram frá Keflavíkurkirkju klukkan 14:00 í dag. Útförinni var einnig sjónvarpað í Fríkirkjuna í Reykjavík og á Vísi. Margir tónlistarmenn sem tengjast Rúnari stigu á stokk.

Páll Óskar Hjálmtýsson tók lagið auk þess sem Baldur og Júlíus synir Rúnars sungu. Þá stigu Sigurður Guðmundsson og Þorsteinn Einarsson úr Hjálmum á stokk. Magnús Kjartansson flutti einnig lagið sem og Jóhann Helgason og Bubbi Morthens.

Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, ásamt nokkrum ráðherrum voru einnig viðstödd útförina.

Meðal kistubera voru Hermann Gunnarsson, Gylfi Ægisson, Gunnar Þórðarson og Bjartmar Guðlaugsson.

Hægt er að horfa á útsendingu frá útförinni með þessari frétt.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×