Innlent

Þjóðarskútan afhent

Jóhannes Valgeir Reynisson og Sveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna.
Jóhannes Valgeir Reynisson og Sveinn Þórarinsson, framkvæmdastjóri Víkurvagna. MYND/StefánK

Þjóðarskútan hefur verið í smíðum undanfarna daga og er hún sparibaukur af stærri gerðinni. Í kjölfar hruns í fjármálaheiminum og vegna kreppunnar á Ísland ákváðu starfsmenn Víkurvagna að bregðast við með smíði nýrrar þjóðarskútu. Hún verður afhend Mæðrastyrksnefnd í Smáralindinni síðar í dag.

,,Eftir afhendingu hefst leitin að skipstjóra skútunnar sem fær það hlutverk að róa henni á góð mið og afla Mæðrastyrksnefnd fullfermi fjár," segir Jóhannes Valgeir Reynisson starfsmaður Víkurvagna.

Laugardaginn 29. nóvember var fólki boðið að koma og taka þátt í smíði á þjóðarskútunni með því að sjóða í hana, að sögn Jóhannesar. Rétt tæplega 200 manns mættu og tóku þátt í verkefninu.

Afhending Þjóðarskútunnar fer fram í dag á 2. hæð Smáralindar fyrir framan Debenhams klukkan 17:00. Hljómsveitin „Þjóðarskútan" mun leika léttdjassaða jólatónlist í kringum athöfnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×