Innlent

Dráttarvextir lækki um fjögur prósent

Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.
Árni Mathiesen, fjármálaráðherra.

Lagt hefur verið fyrir Alþingi frumavrp um breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu. Breytingarnar eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar í þágu heimilanna sem kynnt var í síðasta mánuði. Breytingunum er ætlað að lækka dráttarvexti og munu vextirnir lækka um fjögur prósent ef marka má athugasemdir við frumvarpið.

Eftir breytingarnar munu dráttarvextir miðast framvegis við sjö prósent álag ofan á algengustu skammtímalán Seðlabankans til lánastofnana í stað ellefu prósenta. Auk þess er lagt til að heimild Seðlabankans til að ákveða annað vanefndaálag verði felld á brott.

„Verði frumvarpið óbreytt að lögum er gert ráð fyrir að tekjur ríkissjóðs muni lækka um 674 m.kr. á árinu 2009. Hins vegar verður ekki séð að frumvarpið muni hafa í för með sér aukinn kostnað fyrir ríkissjóð," segir í umsögn fjárlagaskrifstofu um málið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×