Innlent

Fleiri heimsækja Viðey

Viðey.
Viðey.

Haustið hefur verið litríkt og skemmtilegt í Viðey og greinilegt að æ fleiri kjósa að njóta þar útivistar samkvæmt Guðlaugu Elísabetu Ólafsdóttur verkefnastjóri Viðeyjar.

Í fyrravetur var í fyrsta skipti boðið upp á áætlunarferðir til Viðeyjar um helgar og verður þeim fram haldið í vetur. Í október sóttu 12% fleiri gestir Viðey heim en gerðu á sama tíma í fyrra.

Í tengslum við Friðarsúlu Yoko Ono, Imagine Peace Tower, hafa verið sérstakar siglingar fimm kvöld sunnudaga til fimmtudaga. Tæplega 1000 manns hafa sótt ferðirnar en þeim lýkur þann 8. desember þegar slökkt verður á Friðarsúlunni.

,,Í haust gerði Reykjavíkurborg samning við Fjáreigendafélag Reykjavíkur um haustbeit í Viðey og var féð flutt þangað í október. Skjáturnar hafa vakið mikla lukku og gert heimsókn til Viðeyjar enn skemmtilegri, sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×