Innlent

Skemmdi lögreglubíl í ölæði

Ölvaður maður, sem var farþegi í bíl sem ölvaður ökumaður ók í Reykjanesbæ í nótt, missti stjórn á skapi sínu eftir að lögreglumenn höfðu flutt þá á stöðina til skýrslutöku.

Honum var þá vísað út, en þar réðst hann á mannlausan lögreglubíl með spörkum og barsmíð, með þeim afleiðingum að lögreglubíllinn dældaðist og rispaðist. Var honum þá stungið í fangageymslur þar sem hann sefur úr sér ölvímuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×