Innlent

Björgunarsveitir fundu engin merki um mannaferðir

Lögreglan á Húsavík rannsakaði málið
Lögreglan á Húsavík rannsakaði málið
Björgunarsveitir sem kallaðar voru út í dag eftir að neyðarsendir fór í gang nærri Sprengisandsleið, fundu engin merki um mannaferðir. Lögregla hefur ákveðið að hætta eftirgrennslan að sinni og eru björgunarsveitir á leið af svæðinu. Þær munu kanna hvort mannaferðir hafi verið við skála á leið sinni til baka.

Flugstoðum barst neyðarsendingin, sem virtist koma frá stað um 15-16 kílómetrum ofan við Íshólsvatn efst í Bárðardal. Vél Flugstoða flaug yfir svæðið en nam engin neyðarboð og sá ekkert athugavert. Þá var athugað hvort boðin gætu komið frá sendum á flugvélum á Akureyrarflugvelli en svo reyndist ekki vera.

Lögreglan á Húsavík tók við rannsókn málsins og fóru björgunarsveitin Þingey og Hjálparsveit skáta í Reykjadal á staðinn.

Ekkert fannst við eftirgrennslan. Í tilkynningu frá Landsbjörg kemur fram að snjór sé yfir öllu á svæðinu, og því auðvelt að sjá ef einhver hefur verið þar á ferð.






Tengdar fréttir

Lögregla rannsakar neyðarsendingu

Neyðarsending barst Flugstoðum klukkan tíu mínútur yfir tíu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Flugstoðum er ekkert sem bendir til að um flugvél sé að ræða heldur barst sendingin frá jörðu niðri, nærri Tungufelli við Skjálfandafljót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×