Erlent

Handtaka bloggsíðuritara ólögleg

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Malasískur dómstóll úrskurðaði í dag að handtaka manns sem heldur úti bloggsíðu hafi verið ólögleg.

Maðurinn gagnrýnir malasísk stjórnvöld harðlega á síðu sinni og fyrir það var hann handtekinn um miðjan september. Mannréttindasamtök segja dómsúrskurðinn í dag sögulegan og segja Malasíu hafa stigið stórt skref í átt til umbóta í borgaralegum réttindum. Hefur manninum verið sleppt úr haldi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×