Innlent

Réttindalaus og efnaður á 124 km hraða

Lögreglan á Suðurnesjum mældi ökumann á 124 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 70 kílómetrar á klukkustund, á Reykjanesbraut við Hafnaveg síðdegis í gær.

Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum og ók á miklum hraða inn í íbúðahverfi á Vallaheiði, þar sem bíllinn endaði á grindverki. Maðurinn er grunaður um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna, auk þess sem hann var réttindalaus og fíkniefni fundust í bílnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×