Innlent

Pólverjar lána Íslendingum 200 milljónir dollara

Donald Tusk er fjármálaráðherra Póllands.
Donald Tusk er fjármálaráðherra Póllands. MYND/AP

Pólverjar lána Íslendingum fé vegna efnahagskreppunnar og koma þannig að lánapakka sem fylgir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Þetta kemur fram á fréttavef Bloomberg og vitnað er til staðfestingar talsmanns pólska fjármálaráðuneytisins. Aðstoð Pólverja nemur 200 milljónum dollara, rúmlega 25 milljarðar íslenskra króna. Bloomberg greinir enn fremur frá að auk Pólverja komi hinar norrænu þjóðirnar að lánapakkanum auk Breta og Hollendinga.

Norðmenn og Færeyingar hafa þegar ákveðið að lána Íslendingum samtals hátt í 90 milljarða króna og þá er beðið eftir ákvörðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um tveggja milljarða dollara lán, jafnvirði vel á þriðja hundrað milljarða króna. Stjórn sjóðsins á að koma saman til fundar á mánudag vegna málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×