Innlent

Lög ekki brotin með lánum til starfsmanna

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, segir fráleitt að lög hafi verið brotin með lánum til starfsmanna Kaupþings vegna hlutabréfakaupa.

Þvert á móti hafi hlutahafafundur samþykkt fyrir fjórum árum að starfsmenn bæru ekki persónulega ábyrgð vegna kaupanna.

Í Markaðnum í opinni dagskrá á Stöð 2 klukkan ellefu í fyrramálið ræðir Sigurður í fyrsta skipti við fjölmiðla frá falli Kaupþings og upplýsir meðal annars ýmislegt í stormasömum samskiptum við Davíð Oddsson Seðlabankastjóra.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×