Innlent

Handtekinn í tengslum við rannsókn á líkamsárás

Lögreglan stöðvaði fyrir stundu bíl á Bíldshöfða og handtók karlmann í tengslum við rannsókn á meintu líkamsárásarmáli.

Að sögn sjónarvotta notaði lögreglan fjóra bíla til þess að stöðva för mannsins og var hann í kjölfarið handtekinn. Þegar Vísir hafði samband við lögreglu fengust þær upplýsingar að maðurinn sem hefði verið handtekinn væri hugsanlegur gerandi í líkamsárásarmáli sem væri til rannsóknar. Lögregla vildi ekki gefa frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×