Innlent

Hvetja bílstjóra til að þeyta flauturnar

Ökumenn á Kringlumýrarbraut og öðrum stórum umferðaræðum hafa í dag og í gær verið hvattir til að þeyta bílflauturnar séu þeir ósáttir með efnahagsástandið. Mikilvægt að láta í sér heyra segir laganeminn sem stendur fyrir þessu.

Katrín Oddsdóttir, laganemi við Háskólanum í Reykjavík, er ein þeirra sem standa fyrir þessu. Hún og vinir hennar hafa komið fyrir borðum á göngubrúm víðs vegar um borgina þar sem ökumenn eru hvattir til að þeyta bílflautur sínar og lýsa þannig yfir ónægju sinni með gang mála í þjóðfélaginu.

Borðarnir hennar Katrínar hafa vakið mikil viðbrögð og að hennar sögn hafa margir þeytt bílflauturnar. ,,Það eru margir sem eru reiðir."

Katrín segir líka að þótt að það virðir vera smámál hvetja fólk til þess að að þeyta bílflautunni sinni á leiðinni í vinnuna þá séð hluti að því að láta í sér heyra og það sé mikilvægt þessa daganna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×