Fleiri fréttir

Einhverjir hörðustu tímar í íslenskri flugsögu

Aldrei hefur jafnmörgum flugmönnum hér á landi verið sagt upp í einu vetfangi líkt og átt hefur sér stað að undanförnu hjá Icelandair. Í fréttabréfi Félags íslenskra atvinnuflugmanna kemur fram að félaginu teljist til að 112 flugmenn horfi fram á atvinnumissi til lengri eða skemmri tíma, en það er rúmlega þriðjungur af flugmönnum á starfsaldurslista félagsins.

Útvegsmenn ekki að gefast upp á krónunni

Útvegsmenn segjast ekki vera að gefast upp á krónunni og segja ósanngjarnt að kenna henni um efnahagsvandann. Nær sé að leita skýringa í hagstjórninni og peningamálastefnunni.

Áhættumat ef selja á ógerilsneydda mjólk

„Samkvæmt núgildandi reglum er sala á ógerilsneyddri mjólk bönnuð,“ segir Sigurður Örn Hansson, forstöðumaður hjá Matvælastofnun, inntur eftir viðbrögðum við tillögu Landssambands kúabænda um að leyfa sölu á ógerilsneyddri mjólk en Fréttablaðið fjallar um hana í dag.

Scheffer fullvisaði Georgíumenn um stuðning NATO

Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, Jaap de Hoop Scheffer, fullvissaði Georgíumenn í dag um stuðning bandalagsins við Georgíu en gaf engin loforð um hvort eða hvenær landið gæti gengið í NATO.

Segist ánægð með sameiningu fréttastofa

„Mér líst vel á þetta og finnst fínt að RÚV sé að endurskoða hvað þeir geta gert til að efla fréttaþjónustuna," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra um sameiningu á fréttastofum RÚV. Páll Magnússon útvarpsstjóri tilkynnti starfsfólki sínu um sameininguna í morgun.

Dettifossvegur á beinu brautina

Ekkert getur nú komið í veg fyrir að Dettifossvegur, gamalkunnugt þrætuepli á Norðausturlandi, verði lagður. Um mikla samgönubót verður að ræða.

Íbúar Seljahverfis fjölmenntu á íbúafund

Fjölmenni var á íbúafundi sem lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stóð fyrir í Ölduselsskóla í Seljahverfi í gærkvöld. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að mikil ánægja hafi verið með fundinn en á honum kynnti lögregla skipulag löggæslu í hverfinu.

Samgönguvika sett í dag

„Við viljum vekja fólk til umhugsunar um það hvorrt það geti selt einn bíl eða farið sjaldnar inn í borgina á bíl og séð sér hag í að hjóla i vinnuna," segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir borgarfulltrúi.

Elín hefði viljað stjórna sameinaðri fréttastofu

Fréttastofur ríkisútvarpsins og sjónvarpsins hafa verið sameinaðar undir stjórn Óðins Jónssonar. Elín Hirst segist hafa viljað stýra sameiginlegri fréttastofu, en ekki fengið. Útvarpsstjóri segir uppsagnir ekki fyrirhugaðar með sameiningunni.

Banaslys á Höfðaströnd í morgun

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af þjóðveginum á Höfðaströnd, norðan við Hofsós við Skagafjörð í morgun, og hafnaði úti í sjó.

Samtök um bíllausan lífsstíl formlega stofnuð á morgun

Stofnfundur Samtaka um bíllausan lífsstíl verður í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur á morgun klukkan 20. Á stofnfundi verður kosið í stjórn, lög samþykkt og fyrirhuguð starfsemi kynnt eftir því sem segir í tilkynningu aðstandenda.

Ekki verði unnið með verðlaunatillögu meðan framtíð flugvallar er óviss

Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi F-listans og fyrrverandi borgarstjóri, leggur fram tillögu á borgarstjórnarfundi í dag um að ekki verði unnið frekar að skipulagsvinnu þar sem verðlaunatillaga í hugmyndasamkeppni um Vatnsmýrina er höfð að leiðarljósi á meðan óvissa ríkir um framtíðarstaðsetningu Reykjavíkurflugvallar.

Ákærður fyrir að fara illa með 15 ára dreng

Fjörtíu og sex ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að ráðast á og fara illa með 15 ára dreng. Samkvæmt ákæru er honum gefið að sök brot gegn frjálsræði og líkamsárás en til vara brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks í upphafi síðast árs.

Bíll fór fram af klettum við Höfðaströnd

Lögregla, sjúkralið, björgunarsveitir og þyrla Landhelgisgæslunnar hafa verið kallaðar út vegna bíls sem fór út af veginum og fram af klettum og ofan í sjó við Höfða skammt frá Hofsósi í Skagafirði.

Frakkar réðust á sjóræningja

Víkingasveit úr franska hernum réðst í dag um borð í franska seglskútu sem sómalskir sjóræningjar rændu í síðustu viku. Einn sjóræningjanna var skotinn til bana og sex handteknir.

Fréttastofur Ríkisútvarpsins og sjónvarps sameinaðar

Fréttastofur Ríkisútvarpsins og íþróttadeild hafa verið sameinaðar undir merki fréttastofu RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu frá RÚV og því bætt við að með sameiningunni sé verið að efla og bæta fréttaþjónustu RÚV í útvarpi, sjónvarpi og á vefnum. Engar uppsagnir munu standa til þrátt fyrir þetta.

Stórtækur hnuplari í Smáralind dæmdur

Tvítugur maður, sem kom til landsins fyrir örfáum dögum, hefur verið dæmdur í eins mánaðar skilorðsbundið fangelsi fyrir umfangsmikið búðarhnupl í Smáralind.

Nýr hershöfðingi tekur við Bandaríkjaher í Írak

Hershöfðingaskipti urðu hjá bandaríska hernum í Írak í dag þegar Ray Odierno tók við af David Petreus sem stjórnað hefur hernum undanfarin misseri og tekur nú við sem yfirmaður herja Bandaríkjanna í Miðausturlöndum.

Hreinsað til í Galveston

Hreinsunarstarf er nú að hefjast í Galveston í Texas eftir að fellibylurinn Ike geisaði þar um helgina. Enn er borgin að mestu án rafmagns og í gær var aðeins ein verslun opin þar og vöruúrvalið frekar takmarkað.

Hitler snýr aftur

Adolf Hitler hefur snúið á ný til Berlínar eftir að hafa verið gerður höfðinu styttri þar í vor. Vaxmyndasafnið Madam Tussaud hefur komið styttu af nasistaleiðtoganum fyrir í sýningarsal sínum á nýjan leik eftir að rúmlega fertugur sýningargestur fjarlægði höfuð hennar

Danska lögreglan biðst undan skýrsluumfjöllun

Lögregluyfirvöld í Danmörku hafa fengið sig fullsödd á opinberri umræðu um nýlega skýrslu sem ríkislögreglustjóraembættið þarlenda gaf út og fjallar um stöðu lögreglumála í landinu.

Bræla á miðum og slæm spá

Hvessa tók á miðunum suðvestur af landinu upp úr miðnætti og undir morgun var orðið hvasst á öllum miðum, víða allt að 28 metrar á sekúndu.

Jarðskjálfti upp á 3,6 stig

Jarðskjálfti með styrkleikann 3,6 stig á Richter með upptök 6,5 kílómetra norðnorðvestur af Krísuvík varð klukkan 7:24 í morgun. Styrkleikatalan er óstaðfest enn sem komið er að sögn Veðurstofu.

Ljósmæðrafundi í gær lauk án niðurstöðu

Samningafundi fulltrúa ljósmæðra og ríkisins lauk án árangurs í gærkvöldi, en nýr fundur hefur verið boðaður klukkan hálf ellefu fyrir hádegi. Náist ekki samkomulag á honum hefst þriggja sólarhringa verkfall ljósmæðra á miðnætti og semjist ekki fyfir mánaðamót, hefst ótímabundið verkfall ljósmæðra.

Stálu sokkum og nærfatnaði

Í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag var þingfest ákæra á hendur tveimur karlmönnum sem gefið er að sök að hafa að kvöldi föstudagsins 18. apríl í versluninni Hagkaup í Smáralind stolið nærfatnaði og sokkum, samtals að verðmæti 7.794 króna.

Víkingaskúta sjósett í Stykkishólmi

Mikið er um að vera við höfnina á Stykishólmi nú í kvöld en þar er verið að sjósetja víkingaskútu Sigurjóns Jónssonar. Skútan hefur verið í smíði í meira en tvö ár í skipasmíðastöðinni Skipavík á Stykkishólmi en Sigurjón er þar stjórnarformaður.

Óheilsusamlegt og hættulegt í Galveston

Íbúum sem flúðu borgina Galveston í Texas hefur verið ráðið frá því að snúa þangað í bráð þar sem að engu sé að hverfa vegna mikillar eyðileggingar eftir yfirreið fellibyljarins Ike.

Forstjórar funda

Í morgun var haldinn árlegur fundur forstjóra strandgæslna á Norðurlöndum. Fór fundurinn að þessu sinni fram í höfuðstöðvum Landhelgisgæslunnar við Skógarhlíð.

Samningafundi ljósmæðra lokið

Samningafundi ljósmæðra og samninganefndar ríkisins lauk um klukkan 18 í dag. Engin formleg niðurstaða fékkst á fundinum en samningsaðilar ákváðu að halda áfram samningaviðræðum í fyrramálið.

Meintir síbrotamenn ákærðir

Í dag voru þingfestar ákærur gegn tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir afbrotahrinu í Reykjavík.

Sjá næstu 50 fréttir