Innlent

Víkingaskúta sjósett í Stykkishólmi

Mikið er um að vera við höfnina á Stykishólmi nú í kvöld en þar er verið að sjósetja víkingaskútu Sigurjóns Jónssonar. Skútan hefur verið í smíði í meira en tvö ár í skipasmíðastöðinni Skipavík á Stykkishólmi en Sigurjón er þar stjórnarformaður.

Lagið á skútunni er afar sérstakt en það er fengið frá langskipum víkinga. Aðalfyrirmyndin er Gauksstaðarskipið svokallaða.

Skútan er smíðuð úr mahóní og er 16,5 metrar á lengd og 4,2 metrar á breidd.

Seglið sem dregur skútuna er 94 fermetrar en í henni verða einnig tvær vélar Káeturnar eru þrjár með svefnplássi fyrir sex.

Smakvæmt upplýsingum Vísis er ráðgerir Skipavík að smíða fleiri skútur af þessu tagi og selja víðs vegar um heim.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×