Innlent

Þrír úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna árásar í Þorlákshöfn

Héraðsdómur Suðurlands úrskurðaði nú í kvöld þrá af þeim þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, í gæsluvarðhald til föstudags.

Gæsluvarðhaldskrafa yfir hinum tveimur verður tekin fyrir á morgun.

Fórnarlambið í árásinni var stungið og skorið með lagvopni en áverkarnir voru ekki lífshættulegir. Hinsvegar er talið að þolandinn hafi verið í bráðri hættu á meðan á átökunum stóð, því hæglega hefði getað farið verr.

Bæði fórnarlambið og árásarmennirnir eru pólskir ríkisborgarar, búsettir í Þorlákshöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×