Innlent

Banaslys á Höfðaströnd í morgun

MYND/Feykir

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, beið bana þegar bíllinn fór út af þjóðveginum á Höfðaströnd, norðan við Hofsós við Skagafjörð í morgun, og hafnaði úti í sjó.

Björgunarsveitir frá Hofsósi og Sauðárkróki voru kallaðar út, björgunarmenn í Reykjavík settir í viðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar send af stað.

Áður en hún kom á vettvang höfðu björgunarsveitarmenn náð hinum látna út úr bílnum sem maraði í hálfu kafi. Ekkert er enn vitað um tildrög slyssins en rannsókn er í höndum lögreglunnar á Sauðárkróki.

Þetta er tíunda banaslysið í umferðinni á árinu.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×