Innlent

Innbrotsþjófur í Grafarvogi flúði á sokkaleistunum

Lögregla leitar manns sem staðinn var að verki við innbrot í hús við Hverafold seinni partinn í dag.

Húsráðendur komu að manninum á heimilinu þegar þeir voru að koma frá vinnu. Innbrotsþjófurinn náði að komast á brott en missti annan skóinn af sér í leiðinni. Hann náði hins vegar að hafa með sér fartölvu og myndavél.

Lögregla leitar nú mannsins og biður alla þá sem kunna hafa séð mann á hlaupum á sokkaleistunum í Grafarvogi um klukkan 18 að hafa samband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×