Erlent

Hitler snýr aftur

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Þetta er gripurinn.
Þetta er gripurinn. MYND/Getty Images

Adolf Hitler hefur snúið á ný til Berlínar eftir að hafa verið gerður höfðinu styttri þar í vor. Vaxmyndasafnið Madam Tussaud hefur komið styttu af nasistaleiðtoganum fyrir í sýningarsal sínum á nýjan leik eftir að rúmlega fertugur sýningargestur fjarlægði höfuð hennar við opnun safnsins í Berlín, höfuðborg Þýskalands, snemma í sumar.

Sá rökstuddi gerðir sínar með því að það væri skömm að því að hafa styttu af holdgervingi myrkasta tímabils Þýskalands við hlið poppstjarna, leikar og frægra íþróttamanna. Talsmenn Madam Tussaud-safnsins láta þau rök sem vind um eyru þjóta og benda á að Hitler sé mikilvægur hluti af þýskri sögu og ekki orð um það meir.

Styttan af leiðtoganum situr við borð í herbergi sem líkir eftir neðanjarðarbyrginu þar sem hann lifði sín síðustu augnablik vorið 1945. Nú hafa þær ráðstafanir hins vegar verið gerðar að safngestum er ekki heimilt að fara inn í byrgið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×