Fleiri fréttir

Sautján ára piltur ákærður fyrir líkamsárás

Sautján ára gamall piltur úr Hafnarfirði hefur verið ákærður fyrir líkamsárás. Hann er grunaður um að hafa kýlt ungan pilt í andlit með þeim afleiðingum að tönn brotnaði úr gómi piltsins og tvær tennur færðust úr stað.

Grunaður morðingi og franskur ríkisborgari meðal hælisleitenda á Íslandi

„Venjulega leiðir það að uppfylla ekki skilyrði til landgöngu til þess að fólki sé snúið frá landi, en um leið og viðkomandi segir lykilorðið „hæli“, þá opnum við dyrnar og bjóðum þá velkomna heim, látum þá hafa kort í sund, fæði og húsnæði, án þess í raun að vita hverjir þeir eru," segir Eyjólfur Kristjánsson fulltrúi lögreglustjórans á Suðurnesjum. Hann segir óþægilegt til þess að vita að menn séu hér frjálsir ferða sinna án þess að vitað sé hverjir þeir eru.

LSH vill reka ungbarnaleikskóla til að vinna á manneklu

Forsvarsmenn Landspítalans hafa farið þess á leit við Reykjavíkurborg að fá að koma á fót ungbarnaleikskóla. Með því vilja þeir reyna að draga úr manneklu á spítalanum. Skiptar skoðanir eru málið meðal fulltrúa flokkanna í borginni.

Pólverji á meðal 16 nýnema í lögregluskólanum

Aleksandra Wójtowicz er fyrsti Pólverjinn sem stundar nám í lögregluskóla hér á landi. Aleksandra er þrítug að aldri. Hún fædd og uppalin í Póllandi en hefur búið á Íslandi um árabil. Hún varð íslenskur ríkisborgari árið 2001 og hefur talsvert starfað með lögreglunni á Eskifirði sem túlkur.

Felldu fornar súlur

Stjórnvöld í Tyrklandi hafa stöðvað uppgröft alþjóðlegrar sveitar fornleifafræðinga í hinni forngrísku borg Knidos í suðvesturhluta landsins.

Óttast borgarastyrjöld í Bólivíu

Forsetar Suður-Ameríkuríkja streyma nú til neyðarfundar í Chile til þess að reyna að koma í veg fyrir að borgarastyrjöld brjótist út í Bólivíu.

Meirihluti hlynntur því að taka upp evru

Rúmlega 55 prósent aðspurðra eru hlynnt því að taka upp evru hér á landi í stað krónunnar samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Samtök iðnaðarins.

Bandaríkjamenn draga úr kortanotkun

Bandaríkjamenn finna ekki minni fyrir kreppunni en aðrir, enda hófst hún í þeirra heimalandi. Til þess að ná tökum á fjármálum sínum er fólk í auknum mæli farið að staðgreiða það sem það kaupir.

Árekstur jeppa og strætisvagns á Smiðjuvegi

Árekstur varð á Smiðjuvegi við Stekkjarbakka þegar jeppi og strætisvagn skullu saman rétt fyrir klukkan eitt í dag. Að sögn lögreglu var jeppinn fluttur burt með krana, en ekki er talið að slys hafi orðið á fólki.

Neytendur vilja ógerilsneydda mjólk

Því er velt upp á heimasíðu Landssambands kúabænda hvort endurskoða eigi reglur hér á landi sem banna sölu á gerilsneyddri mjólk.

Sjö tonn af kókaíni í hálfkafbáti

Sjö tonn af kókaíni með ætlað götuverðmæti sem svarar um 765 milljónum króna voru gerð upptæk af bandarísku strandgæslunni um helgina í því sem einn þátttakendanna kallaði „hættulegustu aðgerðina á ferli mínum“.

Fáfnismenn fluttir af Frakkastíg

Félagsmenn í vélhjólaklúbbnum Fáfni hafa flutt félagsheimili sitt úr húsnæðinu við Frakkastíg. Þetta staðfestir Ásgeir Friðgeirsson, talsmaður Björgólfsfeðga, í samtali við Vísi.

Samningafundur hjá ljósmæðrum að hefjast

Ljósmæður hitta samninganefnd ríkisins á fundi klukkan eitt. Næsta verkfall ljósmæðra hefst á miðnætti annað kvöld ef ekki hefur verið samið fyrir þann tíma.

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fimm vegna hnífaárásar

Lögreglan á Selfossi gerði í gærkvöld kröfu til þess að þrír af þeim fimm, sem handteknir voru í húsi í Þorlákshöfn í fyrrinótt vegna grófrar líkamsárásar, verði úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Laust fyrir hádegi var krafist varðhalds yfir hinum tveimur til viðbótar.

Vatnalaganefnd vill breytingar á lögunum

Svokölluð Vatnalaganefnd, sem sett var á laggirnar vegna deilna um vatnalög, leggur til fjórar breytingar á lögunum, þar á meðal að gildistöku laganna verði frestað. Fram kemur í tilkynningu frá nefndinni að hún hafi skilað tillögum sínum til iðnaðarráðherra ásamt ítarlegri skýrslu um vatnsréttindi og vatnalöggjöf.

Ágúst ákvað að hætta í biblíuskólanum

Ágúst Magnússon, dæmdur barnaníðingur, ákvað að snúa ekki aftur til Uppsala í Svíþjóð eftir að Vísir greindi frá námsdvöl hans þar. Þetta staðfesti Staffan Moberg skólastjóri biblíuskólans í samtali við Vísi. Ágúst hefur verið í námi við biblíuskóla Livets Ord undanfarið en sneri heim í stutt leyfi fyrir fáeinum dögum.

Tveir handteknir vegna innbrota á Bolungarvík

Lögregla á Vestfjörðum handtók á fimmtudaginn tvo menn vegna gruns um aðild að innbrotum í fjölmargar bifreiðar og íbúðarhús í Bolungarvík aðfaranótt fimmtudagsins.

Flett ofan af rangfærslum um ferðir Palin

Sarah Palin heimsótti aldrei bandaríska hermenn í Írak eins og einn aðstoðarmanna hennar í Alasaka lét í veðri vaka við fjölmiðla. The Boston Globe greindi frá því á laugardag, eftir að hafa rætt við aðra aðstoðarmenn hennar og yfirmenn í þjóðavarðaliði Alaska, að Palin hefði farið til Kuwait en aldrei farið lengra en að landamærum Íraks.

Enn haldið sofandi í öndunarvél

Össuri Pétri Össurarsyni, sem fannst með lífshættulega áverka við Höfðatún í Reykjavík fyrir rúmri viku, er enn haldið sofandi í öndunarvél að sögn sérfræðings á gjörgæsludeild.

Samið um valdaskiptingu í Zimbabwe

Samningur um valdaskiptingu var undirritaður í Zimbabwe í dag. Robert Mugabe verður áfram forseti en Morgan Tswangirai leiðtogi stjórnarandstöðunnar verður forsætisráðherra.

ESB styrkir uppbyggingu í Georgíu eftir átök

Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins mun stykja Georgíumenn um 500 milljónir evra, jafnvirði nærri 65 milljarða króna, fyrir árið 2010 vegna átakanna við Rússa í síðasta mánuði.

Síminn hækkar gjaldskrá sína

Síminn hækkar gjalskrá sína í dag og hækka nær allir liðir hennar nema svonefndar sparileiðir sem Síminn hefur kynnt í auglýsingaherferð að undanförnu.

Vilja takmarka aðgang að klámi í flugvélum

Notkun farþega American Airlines á klámefni er farin að fara verulega fyrir brjóstið á flugliðum og hafa samtök þeirra nú beðið flugfélagið að takmarka klámaðgang í flugi.

Ferjuslys í Marmarahafi

Einn er látinn eftir ferjuslys í Marmarahafi seint í gærkvöldi. Ferjan flutti um 100 bíla og 150 farþega þegar hún valt á hliðina og sökk í sjónfæri við höfnina í Bandirma í Tyrklandi þaðan sem hún lagði í haf.

Rannsaka SMS-skeyti vegna lestarslyss

Yfirvöld í Los Angeles rannsaka nú hvort SMS-skilaboð sem fóru milli tveggja unglinga og stjórnanda farþegalestar hafi átt einhvern þátt í lestarslysinu á föstudag þegar farþegalestin ók beint framan á flutningalest sem kom úr gagnstæðri átt.

Tvær bílveltur á Suðurnesjunum

Ökumaður, sem var einn í bíl sínum, slapp ómeiddur þegar hann ók á ljósastaur við Reykjanesbraut á Stapa í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir